„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 13:00 Roman Abramovich sér eftir tilraun til stofnunar ofurdeildar. Getty Images/Chris Brunskill Ltd Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. Chelsea var á meðal ensku liðanna sex, ásamt Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, sem sögðu sig öll frá verkefninu á þriðjudag, aðeins um 48 klukkustundum eftir að áformin voru tilkynnt. Stuðningsmenn Chelsea stóðu að mótmælum fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins, fyrir leik þeirra við Brighton & Hove Albion á þriðjudagskvöldið. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli. „Eigandinn og stjórnin gerir sér grein fyrir að aðkoma félagsins að slíkri tillögu sé ákvörðun sem við áttum ekki að taka. Það er ákvörðun sem við hörmum mjög.“ segir í tilkynningu frá stjórn Chelsea. Einnig kom fram að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu hafi verið tekin á þeim grundvelli að liðið vildi ekki hætta á að dragast aftur úr bæði enskum og evrópskum keppinautum sínum. A letter to supporters of Chelsea FC.— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 23, 2021 Chelsea er ekki eina liðið í vandræðum vegna málsins en stuðningsmenn bæði Arsenal og Tottenham stóðu að mótmælum í gærkvöld. Kallað hefur verið eftir afsögn stjórnar beggja félaga. Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003. Hann þurrkaði þá út miklar skuldir félagsins og lét mikið til sín taka á félagsskiptamarkaðnum sem skilaði félaginu enskum meistaratitli strax árið 2005 - 50 árum eftir að eini Englandsmeistaratitill Chelsea fram að þeim tíma vannst. Síðan þá hafa fjórir slíkir titlar unnist til viðbótar, auk fimm enskra bikartitla og Meistaradeildartitils árið 2012. Ofurdeildin Tengdar fréttir 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Chelsea var á meðal ensku liðanna sex, ásamt Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, sem sögðu sig öll frá verkefninu á þriðjudag, aðeins um 48 klukkustundum eftir að áformin voru tilkynnt. Stuðningsmenn Chelsea stóðu að mótmælum fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins, fyrir leik þeirra við Brighton & Hove Albion á þriðjudagskvöldið. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli. „Eigandinn og stjórnin gerir sér grein fyrir að aðkoma félagsins að slíkri tillögu sé ákvörðun sem við áttum ekki að taka. Það er ákvörðun sem við hörmum mjög.“ segir í tilkynningu frá stjórn Chelsea. Einnig kom fram að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu hafi verið tekin á þeim grundvelli að liðið vildi ekki hætta á að dragast aftur úr bæði enskum og evrópskum keppinautum sínum. A letter to supporters of Chelsea FC.— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 23, 2021 Chelsea er ekki eina liðið í vandræðum vegna málsins en stuðningsmenn bæði Arsenal og Tottenham stóðu að mótmælum í gærkvöld. Kallað hefur verið eftir afsögn stjórnar beggja félaga. Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003. Hann þurrkaði þá út miklar skuldir félagsins og lét mikið til sín taka á félagsskiptamarkaðnum sem skilaði félaginu enskum meistaratitli strax árið 2005 - 50 árum eftir að eini Englandsmeistaratitill Chelsea fram að þeim tíma vannst. Síðan þá hafa fjórir slíkir titlar unnist til viðbótar, auk fimm enskra bikartitla og Meistaradeildartitils árið 2012.
Ofurdeildin Tengdar fréttir 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31
Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01