Enski boltinn

Í­þrótta­manns­leg fram­koma Gylfa Þórs að leik loknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór fór beint til Bernd Leno að leik loknum til að reyna hugga markvörðinn sem gaf Everton sigurinn á silfurfati.
Gylfi Þór fór beint til Bernd Leno að leik loknum til að reyna hugga markvörðinn sem gaf Everton sigurinn á silfurfati. James Williamson/Getty Images

Everton vann 1-0 útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bernd Leno gerði sig sekan um skelfileg mistök sem tryggðu Everton stigin þrjú. Gylfi Þór Sigurðsson fór beint upp að markverðinum að leik loknum.

Henry Winter, aðal knattspyrnupenni Times Sport, tók eftir því að Gylfi Þór fór beint upp að Leno til að hugga hann er lokaflautið gall.

„Íþróttamannsleg framkoma hjá Sigurðssyni sem fór beint upp að Leno er lokaflautið gall til að gefa honum samúðar „klesstann.“ Leno virtist óhuggandi er hann ráfaði í átt að leikmannagöngunum. Sjálfsmark eru slæm mistök fyrir markvörð sem er venjulega mjög áreiðanlegur,“ sagði Henry á Twitter-síðu sinni eftir leik.

Gylfi Þór lék allan leikinn og stóð sig með prýði. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1986 sem Everton vinnur báða deildarleikina gegn Arsenal. 

Everton er í 8. sæti, nú með 52 stig. Arsenal er með 46 stig í 9. sæti eftir að hafa leikið leik meira. Liverpool er í 7. sæti með 51 stig.


Tengdar fréttir

Slysa­legt sjálfs­mark Leno tryggði E­ver­ton sigur

Everton vann 1-0 útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þökk sé einkar skrautlegu sjálfsmarki þýska markvarðarins Bernd Leno. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn í liði Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×