Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 21:01 MOXIE-tilraunin þegar henni var komið fyrir í kviði Perseverance. Töluverðan hita þarf til að framleiða súrefni úr lofti. Tækið er húðað þunnri gullhúð sem endurvarpar innrauðri geislun og kemur þannig í veg fyrir að hitinn frá því skemmi önnur tæki könnunarjeppans. NASA/JPL-Caltech Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. MOXIE-tilraunin svonefnda um borð í Perseverance lætur lítið yfir sér. Hún er á stærð við ristavél en hún gæti hins vegar greitt götu mannaðra geimferða til Mars til langrar framtíðar. Tækið vinnur súrefni með því að sundra koltvísýringssameindum sem eru meginuppistaðan í næfurþunnum lofthjúpi Mars. Aukaafurðin er kolmónoxíð sem tækið losar aftur út í andrúmsloftið. Fyrsta tilraunin með MOXIE fór fram á þriðjudag og framleiddi hún um það bil fimm grömm af súrefni, nóg fyrir einn geimfara til að anda í tíu mínútur. Tækið er hannað til að framleiða allt að tíu grömm af súrefni á klukkustund. Næstu tvö árin er ætlunin að láta MOXIE vinna súrefni úr lofthjúpi Mars að minnsta kosti níu sinnum. Þá á meðal annars að prófa aðferðin við mismunandi aðstæður eins og ólíkum tíma dags og á ólíkum árstíðum. Eins tonns tæki í stað 25 tonna af súrefni Súrefnisvinnsla sem þessi er grundvallarforsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars. Eldflaugar þurfa gríðarlegt magn af súrefni til þess að brenna eldsneyti sínu Til þess að koma fjórum geimförum af yfirborði Mars þarf um það bil sjö tonn af eldflaugareldsneyti og en 25 tonn af súrefni, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Til samanburðar þyrftu geimfararnir fjórir aðeins um tonn af súrefni fyrir ársdvöl á Mars. Við geimferðir velta menn fyrir sér hverju kílói sem fer um borð í geimferju þar sem gríðarlegt afl þarf til þess að skjóta því á loft. Óheyrilega öfluga eldflaug þyrfti til að koma 25 tonnum af súrefni til Mars fyrir utan mennina og allt þeirra hafurtask. Því telja verkfræðingar fýsilegra að smíða tæki sem getur unnið súrefni í drifefni og fyrir geimfara að anda að sér beint úr andrúmslofti Mars. Draumur þeirra er að gera stærri útgáfu af MOXIE sem gæti vegið um eitt tonn sem yrði staðalbúnaður í mönnuðum ferðum til Mars, verði þær einhvern tímann að veruleika. Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
MOXIE-tilraunin svonefnda um borð í Perseverance lætur lítið yfir sér. Hún er á stærð við ristavél en hún gæti hins vegar greitt götu mannaðra geimferða til Mars til langrar framtíðar. Tækið vinnur súrefni með því að sundra koltvísýringssameindum sem eru meginuppistaðan í næfurþunnum lofthjúpi Mars. Aukaafurðin er kolmónoxíð sem tækið losar aftur út í andrúmsloftið. Fyrsta tilraunin með MOXIE fór fram á þriðjudag og framleiddi hún um það bil fimm grömm af súrefni, nóg fyrir einn geimfara til að anda í tíu mínútur. Tækið er hannað til að framleiða allt að tíu grömm af súrefni á klukkustund. Næstu tvö árin er ætlunin að láta MOXIE vinna súrefni úr lofthjúpi Mars að minnsta kosti níu sinnum. Þá á meðal annars að prófa aðferðin við mismunandi aðstæður eins og ólíkum tíma dags og á ólíkum árstíðum. Eins tonns tæki í stað 25 tonna af súrefni Súrefnisvinnsla sem þessi er grundvallarforsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars. Eldflaugar þurfa gríðarlegt magn af súrefni til þess að brenna eldsneyti sínu Til þess að koma fjórum geimförum af yfirborði Mars þarf um það bil sjö tonn af eldflaugareldsneyti og en 25 tonn af súrefni, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Til samanburðar þyrftu geimfararnir fjórir aðeins um tonn af súrefni fyrir ársdvöl á Mars. Við geimferðir velta menn fyrir sér hverju kílói sem fer um borð í geimferju þar sem gríðarlegt afl þarf til þess að skjóta því á loft. Óheyrilega öfluga eldflaug þyrfti til að koma 25 tonnum af súrefni til Mars fyrir utan mennina og allt þeirra hafurtask. Því telja verkfræðingar fýsilegra að smíða tæki sem getur unnið súrefni í drifefni og fyrir geimfara að anda að sér beint úr andrúmslofti Mars. Draumur þeirra er að gera stærri útgáfu af MOXIE sem gæti vegið um eitt tonn sem yrði staðalbúnaður í mönnuðum ferðum til Mars, verði þær einhvern tímann að veruleika.
Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15
Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29