Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 16:29 Nærmynd af steini úr SuperCam-mælitæki Perseverance. Steinninn hlaut heitið Máaz. Það þýðir Mars á tungumáli Navajo-frumbyggja í Norður-Ameríku. Hann reyndist úr basalti. NASA/JPL-Caltech/LANL/CNES/CNRS Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. SuperCam-mælitækinu er ætlað að greina steina úr fjarlægð. Leysigeisli sem það skýtur veitir upplýsingar um efnasamsetningu steinanna. Tækið er einnig búið hljóðnema en hljóðið í geislanum þegar hann skellur á steinunum gefur vísindamönnum hugmynd um hversu harðir þeir eru. Það hjálpar til þegar efnasamsetning er keimlík. „Tökum sem dæmi kalkstein og marmara. Þessi tvö efni hafa nákvæmlega sömu efnasamsetningu, kalsíumkarbónat, en gerólíka efniseiginleika,“ útskýrir Naomi Murdoch frá Loftsiglinga- og geimstofnun Frakklands fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Fyrsti steinninn sem var skoðaður með SuperCam reyndist vera basalt en ofgnótt er af bergtegundinni á Mars. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur nú birt hljópupptækur úr SuperCam-tækinu. Í einni þeirra heyrast reglulegir smellir í leysigeislanum þegar hann skellur á steinum. Í annarri má hlusta á marsneska vindinn hvína. NASA · First Acoustic Recording of Laser Shots on Mars Perseverance lenti á Mars 18. febrúar. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að merkjum um líf sem menn telja ekki útilokað að gæti hafa þrifist á Mars í fyrndinni þegar aðstæður þar voru mun lífvænlegri en nú. NASA · First Audio Recording of Sounds on Mars Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
SuperCam-mælitækinu er ætlað að greina steina úr fjarlægð. Leysigeisli sem það skýtur veitir upplýsingar um efnasamsetningu steinanna. Tækið er einnig búið hljóðnema en hljóðið í geislanum þegar hann skellur á steinunum gefur vísindamönnum hugmynd um hversu harðir þeir eru. Það hjálpar til þegar efnasamsetning er keimlík. „Tökum sem dæmi kalkstein og marmara. Þessi tvö efni hafa nákvæmlega sömu efnasamsetningu, kalsíumkarbónat, en gerólíka efniseiginleika,“ útskýrir Naomi Murdoch frá Loftsiglinga- og geimstofnun Frakklands fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Fyrsti steinninn sem var skoðaður með SuperCam reyndist vera basalt en ofgnótt er af bergtegundinni á Mars. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur nú birt hljópupptækur úr SuperCam-tækinu. Í einni þeirra heyrast reglulegir smellir í leysigeislanum þegar hann skellur á steinum. Í annarri má hlusta á marsneska vindinn hvína. NASA · First Acoustic Recording of Laser Shots on Mars Perseverance lenti á Mars 18. febrúar. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að merkjum um líf sem menn telja ekki útilokað að gæti hafa þrifist á Mars í fyrndinni þegar aðstæður þar voru mun lífvænlegri en nú. NASA · First Audio Recording of Sounds on Mars
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39
Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent