Enski boltinn

Mikil­vægur sigur hjá Leicester en WBA er í vondum málum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leicester City vann öruggan 3-0 sigur á WBA í kvöld.
Leicester City vann öruggan 3-0 sigur á WBA í kvöld. EPA-EFE/Tim Keeton

Leicester City vann West Bromwich Albion 3-0 í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Sam Allardyce hefðu þurft á sigri að halda en liðið er svo gott sem fallið.

Heimamenn gerðu út um leikinn með þremur mörkum á 13 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Jamie Vardy kom Leicester yfir á 23. mínútu, þremur mínútum síðar bætti Jonny Evans við öðru marki heimamanna.

Kelechi Iheanacho tryggði svo sigurinn með þriðja marki liðsins á 36. mínútu. Staðan orðin 3-0 og þannig var hún bæði í hálfleik sem og þegar leikurinn var flautaður af. 

Leicester heldur 3. sæti deildarinnar, nú með 59 stig. Á meðan WBA er í 19. sæti með 24 stig, níu stigum frá öruggu sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.