Enski boltinn

Reiðir stuðnings­menn Manchester United mættu á æfinga­svæði fé­lagsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stuðningsfólk Man United mætti mótmælti eigendum félagsins á æfingasviði þess í morgun.
Stuðningsfólk Man United mætti mótmælti eigendum félagsins á æfingasviði þess í morgun. Red Issue

Hópur stuðningsmanna Manchester United mætti á æfingasvæðið félagsins í morgun til að láta í ljós skoðun sína á eigendum félagsins sem og áætlanir þeirra að vera með í svokallaðri ofurdeild.

Mótmæli áttu sér stað á Carrington, æfingasvæði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, klukkan rúmlega níu í morgun. Fjöldi stuðningsmanna félagsins var þar samankominn til að segja forráðamönnum félagsins til syndanna.

Voru þeir með ýmsa borða og stóð til að mynda „Glazers out“ á einum þeirra eða einfaldlega „Glazers út.“ Glazer-fjölskyldan á sum sé Man United og var Joel Glazer til að mynda titlaður faraformaður „ofurdeildar“ Evrópu sem hefur nú verið blásin af.

Þjálfarateymi félagsins, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick og Darren Fletcher, ræddu við stuningsmenn sem og Nemanja Matic.

Félagið gaf frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að stuðningsmenn hefðu komist inn á æfingasvæðið en eftir að þjálfari og aðrir töluðu við þá fóru þeir sína leið. Byggingar svæðisins eru nú öruggar.

Það hefur mikið gengið á hjá Man Utd undanfarna daga eins og flestum liðunum sem tóku þátt í þessu stutta ævintýri sem ofurdeld Evrópu var. Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins er kom að viðskiptum, tilkynnti að hann myndi hætta í lok árs. 

Þá sendi Joel Glazer frá sér veika afsökunarbeiðni sem hefur ekki fallið í mjúkinn hjá stuðningsfólki félagsins.


Tengdar fréttir

„Of lítið, of seint“

Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun.

Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofur­deildar­liðunum

Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×