Fótbolti

„Of lítið, of seint“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool eru ekki sáttir.
Stuðningsmenn Liverpool eru ekki sáttir. Nick Potts/Getty

Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun.

Henry birti í morgun myndband á miðlum Liverpool þar sem hann baðst afsökunar á plönum Liverpool um að taka þátt í Ofurdeildinni.

Það var tilkynnt á sunnudaginn en í gærkvöldi tilkynntu ensku liðin að þau hefðu dregið sín lið úr keppninni og þar á meðal Liverpool.

„Þetta hafa verið stormasamir dagar fyrir okkur öll. Spirit of Shankly hefur alltaf beðið um heiðarleika, heilindi og gegnsæi frá eigendum en hrokinn og blekkingin sem þeir hafa sýnt við þessa peningaöflun er ógnvekjandi,“ segir í tilkynningunni.

„Þetta kemur þó ekki á óvart. Við höfum séð afsökunarbeiðni John Henry en þessi almannatengsla æfing er of lítil og of seint. Þessi krókódílatár verða ekki þvegin í burtu,“ segir enn fremur.

Leikmenn Liverpool stigu einnig fram í gærkvöldi þar sem þeir sögðust meðal annars ekki vera hrifnir af hugmyndinni og að þeir myndu ekki taka þátt í henni, verði hún að veruleika.


Tengdar fréttir

Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofur­deildar­liðunum

Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld.

Aðeins fjögur eftir í ofurdeildinni

Aðeins fjögur knattspyrnufélög hafa ekki lýst því formlega yfir að þau séu hætt við að koma á fót evrópsku ofurdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×