„Notið skynsemina“ Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2021 21:08 Steve Schleicher, saksóknari í málinu, segir sönnunargögnin tala sínu máli. Vísir/AP Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. „Notið skynsemina. Trúið því sem þið sjáið. Þið sáuð það sem þið sáuð,“ sagði Schleicher þegar hann ávarpaði kviðdóminn. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku sem sýnd var í réttarhöldunum af því þegar Chauvin kraup á hálsi Floyd í rúmlega níu mínútur á meðan sjónarvottar hvöttu hann til að fara af hálsi hans. Sjálfur sagðist Floyd margoft ekki ná andanum. Eric Nelson, verjandi Chauvin, fullyrti þó í lokaræðu sinni að Chauvin hefði gert það sama og „hver annar skynsamur lögregluþjónn“ hefði gert. Um flóknar aðstæður væri að ræða þar sem stór maður hefði verið að berjast við þrjá lögreglumenn, og í ofanálag hafi verið líklegra að Floyd hafi dáið vegna fíkniefnanotkunar eða hjartasjúkdóma. Sérfræðivitni hafa þó borið vitni um að það hafi verið útilokað og fullyrt að fullfrískur einstaklingur hefði látist við sömu meðferð. Saksóknarinn Jerry Blackwell fékk lokaorðið og sagði spurninguna um valdbeitingu lögregluþjónsins og dánarorsök svo einfalda að barn gæti skilið það. „Og reyndar skildi barn það, þegar níu ára stúlka kallaði til Chauvin: „Farðu af honum“. Svo einfalt var það.“ Chauvin sjálfur bar ekki vitni sjálfur, heldur ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að neita að tjá sig til þess að varna því að fella á sig sök. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin, ekki síst í Minneapolis, þar sem atvikið átti sér stað og þar sem til mótmæla kom aftur á dögunum eftir að lögreglukona skaut óvopnaðan mann til bana á dögunum. Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 „Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
„Notið skynsemina. Trúið því sem þið sjáið. Þið sáuð það sem þið sáuð,“ sagði Schleicher þegar hann ávarpaði kviðdóminn. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku sem sýnd var í réttarhöldunum af því þegar Chauvin kraup á hálsi Floyd í rúmlega níu mínútur á meðan sjónarvottar hvöttu hann til að fara af hálsi hans. Sjálfur sagðist Floyd margoft ekki ná andanum. Eric Nelson, verjandi Chauvin, fullyrti þó í lokaræðu sinni að Chauvin hefði gert það sama og „hver annar skynsamur lögregluþjónn“ hefði gert. Um flóknar aðstæður væri að ræða þar sem stór maður hefði verið að berjast við þrjá lögreglumenn, og í ofanálag hafi verið líklegra að Floyd hafi dáið vegna fíkniefnanotkunar eða hjartasjúkdóma. Sérfræðivitni hafa þó borið vitni um að það hafi verið útilokað og fullyrt að fullfrískur einstaklingur hefði látist við sömu meðferð. Saksóknarinn Jerry Blackwell fékk lokaorðið og sagði spurninguna um valdbeitingu lögregluþjónsins og dánarorsök svo einfalda að barn gæti skilið það. „Og reyndar skildi barn það, þegar níu ára stúlka kallaði til Chauvin: „Farðu af honum“. Svo einfalt var það.“ Chauvin sjálfur bar ekki vitni sjálfur, heldur ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að neita að tjá sig til þess að varna því að fella á sig sök. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin, ekki síst í Minneapolis, þar sem atvikið átti sér stað og þar sem til mótmæla kom aftur á dögunum eftir að lögreglukona skaut óvopnaðan mann til bana á dögunum.
Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 „Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
„Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42
Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42