Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 09:26 Perseverance slakaði Ingenuity niður á litlum „flugvelli“ á yfirborði Mars 30. mars. Fyrsta tilraunaflugferð vængjunnar var á dagskrá í morgun. NASA/JPL-Caltech/MSSS Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi. Tilraunaflugferðin átti að hefjast klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA ætlar að streyma fyrstu myndunum og niðurstöðum flugferðarinnar í beinni útsendingu klukkan 10:15. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlunin var að láta Ingenuity svífa upp í þriggja metra hæð í fjörutíu sekúndur. Perseverance könnunarjeppinn sem flutti Ingenuity með sér til Mars fylgist með tilraunaflugferðinni með myndavélum sínum í um hundrað metra fjarlægð. Fyrstu myndirnar sem berast eiga að vera úr svarthvítri myndavél á kviði Ingenuity. Space.com segir að myndir frá Perseverance og annarri myndavél Ingenuity verði líklega birtar síðar. Þetta er í fyrsta skipti sem menn reyna að fljúga farartæki undir eigin afli á öðrum hnetti. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en vængjunni er aðeins ætlað að láta reyna á aðstæður til flugs. Upphaflega stóð til að reyna fyrsta tilraunaflugferðina fyrr í þessum mánuði en því var frestað eftir að hnökrar komu upp þegar mótor vængjunnar var prófaður. Þurftu verkfræðingar leiðangursins að uppfæra hugbúnað Ingenuity í framhaldinu. Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01 Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Tilraunaflugferðin átti að hefjast klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA ætlar að streyma fyrstu myndunum og niðurstöðum flugferðarinnar í beinni útsendingu klukkan 10:15. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlunin var að láta Ingenuity svífa upp í þriggja metra hæð í fjörutíu sekúndur. Perseverance könnunarjeppinn sem flutti Ingenuity með sér til Mars fylgist með tilraunaflugferðinni með myndavélum sínum í um hundrað metra fjarlægð. Fyrstu myndirnar sem berast eiga að vera úr svarthvítri myndavél á kviði Ingenuity. Space.com segir að myndir frá Perseverance og annarri myndavél Ingenuity verði líklega birtar síðar. Þetta er í fyrsta skipti sem menn reyna að fljúga farartæki undir eigin afli á öðrum hnetti. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en vængjunni er aðeins ætlað að láta reyna á aðstæður til flugs. Upphaflega stóð til að reyna fyrsta tilraunaflugferðina fyrr í þessum mánuði en því var frestað eftir að hnökrar komu upp þegar mótor vængjunnar var prófaður. Þurftu verkfræðingar leiðangursins að uppfæra hugbúnað Ingenuity í framhaldinu.
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01 Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01
Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30