Heppnist tilraunaflugið verður þetta í fyrsta sinn sem far er flogið á annarri reikistjörnu. Ekki þykir víst að Ingenuity taki á loft og þá ef það tekst, hvort hægt verði að fljúga þyrlunni af í einhvern tíma og stýra henni.
Andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar.
Þyrluspaðar Ingenuity munu snúast um 2.400 sinnum á mínútu, sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni.
Hægt verður að fylgjast með útsendingu morgundagsins á Youtubesíðu NASA. Útsendingin á að hefjast klukkan 10:15 í fyrramálið.
Í grein á vef NASA er farið yfir vandamálin sem hafa komið upp og útskýrt hvað til stendur að reyna á morgun. Í stuttu máli sagt hafa tvær lausnir fundist og reyna á þá auðveldari á morgun. Heppnist það ekki stendur til að skipta út stýrikerfi þyrlunnar.
Sjá einnig: Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu
Um 85 prósent líkur eru taldar á því að vísindamönnunum takist að komast hjá vandamálinu á morgun. Heppnist það ekki, sé þó ekkert sem komi í veg fyrir að hægt verði að reyna aftur seinna.
Fortune favors the bold. (But we still have a back-up plan.) #MarsHelicopter project manager MiMi Aung explains why the team is optimistic about the first flight attempt on Monday: https://t.co/cwCEcDvoQZ pic.twitter.com/CR4jQBGr2M
— NASA JPL (@NASAJPL) April 18, 2021