Enski boltinn

Wol­ves felldi Sheffi­eld United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sheffield United er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Sheffield United er fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Jason Cairnduff/Getty Images

Fall Sheffield United úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur blasað við lengi en var endanlega staðfest í kvöld er liðið tapaði 1-0 fyrir Wolves.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað enda hvorugt lið verið að raða inn mörkum að undanförnu. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Willian Jose heimamönnum í Wolves yfir eftir stoðsendingu Adama Traore.

Staðan orðin 1-0 og reyndust að lokatölur leiksins.

Sheffield United er langneðst í ensku úrvalsdeildinni með aðeins 14 stig eftir 32 leiki. Þó það hafi verið augljóst lengi að liðið væri á leiðinni niður var það endanlega staðfest í kvöld. Á sama tíma er Wolves í 12. sæti með 41 stig.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.