Íslenski boltinn

Kefla­vík semur við tvo er­lenda leik­menn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Abby Carchio og Tiffany Sornpao munu leika með Keflavík í sumar.
Abby Carchio og Tiffany Sornpao munu leika með Keflavík í sumar. Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur verið iðinn við kolann undanfarið og sótt leikmenn fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins en bæði lið eru nýliðar í Pepsi Max-deildunum í sumar. Kvennalið Keflavíkur samdi við tvo nýja leikmenn um helgina.

Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum félagsins. Um er ræða markvörð og miðjumenn sem hafa báðar spilað í bandaríska háskólaboltanum.

Abby Carchio er 23 ára gamall miðjumaður sem lék síðast með Gintre í Litáen. Þar áður lék hún með Brown háskólanum í Bandaríkjunum.  Carchio varð meistari með Gintre og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu.

Tiffany Sornpao er 22 ára gamall markvörður. Hún kemur frá Taílandi og hefur spilað fjóra A-landsleiki. Hún kemur til Keflavík eftir að hafa leikið með Kennesaw State frá árinu 2017.

Keflavík fær Selfoss í heimsókn er Pepsi Max-deild kvenna fer af stað í byrjun maí. Sem stendur er leikurinn settur á 5. maí á vefsíðu Knattspyrnusambands Íslands en það gæti breyst þar sem enn er æfinga og keppnisbann hér á landi.

Tiffany Sornpao og Abby Carchio skrifa undir samning við Keflavík! Tiffany er 23 ára gömul og er bæði frá Bandaríkjunum...

Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Friday, April 9, 2021

Tengdar fréttir

Kefla­vík semur við tvo leik­menn fyrir sumarið

Nýliðar Keflavíkur hafa samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í sumar. Annar kemur frá Bandaríkjunum á meðan hinn lék með Kormák/Hvöt í 4. deildinni síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×