Íslenski boltinn

Kefla­vík semur við tvo leik­menn fyrir sumarið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Christian Volesky mun leika með Keflavík í sumar.
Christian Volesky mun leika með Keflavík í sumar. Keflavík

Nýliðar Keflavíkur hafa samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í sumar. Annar kemur frá Bandaríkjunum á meðan hinn lék með Kormák/Hvöt í 4. deildinni síðasta sumar.

Í dag tilkynnti Keflavík að félagið hefði samið við 28 ára gamlan framherja frá Bandaríkjunum. Sá heitir Christian Volesky og á að vera varaskeifa fyrir Joey Gibbs ef marka má tilkynningu Keflvíkinga.

Volesky hefur allan sinn feril leikið í Bandaríkjunum og það verður því forvitnilegt að sjá hvernig honum tekst til á Íslandi. Keflvíkingar hafa verið einkar heppnir með erlenda leikmenn og gæti Volesky verið enn demanturinn sem þeir landa.

Þá samdi Keflavík á dögunum við Oliver James Torres og mun hann leika með liðinu í sumar. Hann var í herbúðum Kormáks/Hvatar á Blönduósi síðasta sumar er liðið komst í úrslitakeppni 4. deildarinnar.

Torres kemur frá Ástralíu og skoraði alls 11 mörk í 14 leikjum fyrir Kormák/Hvöt síðasta sumar.

Keflavík heimsækir Víking í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í ár. Leikurinn fer fram föstudaginn 23. apríl eins og staðan er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×