Erlent

Sofía og Karl Filippus eignast þriðja soninn

Atli Ísleifsson skrifar
Sofía prinsessa og Karl Filippus Svíaprins.
Sofía prinsessa og Karl Filippus Svíaprins. Getty

Sofía prinsessa og Karl Filippus prins hafa eignast sitt þriðja barn, en þau eignuðust son í morgun. Karl Filippus er sonur Karls Gústafs Svíakonungs.

Drengurinn kom í heiminn á sjúkrahúsinu í Danderyd, norður af Stokkhólmi, klukkan 11:19 í morgun að sænskum tíma, eða 10:19 að íslenskum tíma. Í tilkynningu frá sænsku konungsfjölskyldunni segir að bæði móður og barni heilsist vel.

Fyrir eiga Sofía og Karl Filippus synina Alexander, fjögurra ára, og Gabríel, þriggja ára.

Hjónin tilkynntu um að Sofía væri barnshafandi í desember síðastliðinn, en á meðgöngu glímdu Sofía og Karl Filippus bæði við Covid-19.

Hinn nýfæddi drengur er áttunda barnabarn Karls Gústafs konungs og Silvíu drottningar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×