Íslenski boltinn

Dion Acoff semur við Grinda­vík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dion Acoff
Grindavík

Vængmaðurinn Dion Acoff hefur samið við Grindavík um að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Félagið gaf frá sér tilkynningu þess efnis nú í kvöld.

Vængmaðurinn Dion Acoff hefur samið við Grindavík um að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Dion Acoff kemur frá Bandaríkjunum en hefur skapað sér gott nafn hér á landi. Fyrst með Þrótti Reykjavík og svo með Val þar sem hann varð Íslandsmeistari árin 2017 og 2018. Þaðan fór hann svo til Finnlands en samdi við Þrótt fyrir síðustu leiktíð.

Hann náði aðeins að spila níu leiki fyrir Þrótt og skora eitt mark sem rétt héldu sæti sinni í Lengjudeildinni.

Dion hefur nú ákveðið að halda til Grindavíkur og reyna hjálpa liðinu að vinna sér sæti í efstu deild. Þá þekkir hann þjálfara Grindavíkur vel en Sigurbjörn Hreiðarsson var aðstoðarþjálfari Vals er Dion varð Íslandsmeistari með liðinu.

Dion Acoff gengur til liðs við Grindavík Grindavík hefur samið við bandaríska vængmanninn Dion Jeremy Acoff um að leika...

Posted by Knattspyrnudeild Grindavíkur UMFG on Thursday, March 25, 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.