Veður

Hægur vindur og dálítil él

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er spáð ágætu veðri á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Það er spáð ágætu veðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Suðvestanáttin er að ganga niður á landinu og í eftirmiðdaginn verður yfirleitt fremur hægur vindur og dálítil él en þurrt austanlands.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Á morgun er spáð suðlægri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, en heldur hvassara norðvestantil á landinu.

Snjókoma í fyrstu á Vestfjörðum, annars él en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti í kringum frostmark.

Á fimmtudag er svo spáð austan átta til tíu metrum á sekúndu og slyddu eða snjókomu með köflum á fimmtudag. Vaxandi norðaustanátt seinnipartinn, hvassviðri eða stormur á norðvestanverðu landinu um kvöldið.

Veðurhorfur á landinu:

Suðvestan 8-15 og él, en bjartviðri A-lands. Lægir í dag, vestlæg eða breytileg átt 3-8 síðdegis, en norðaustan 8-13 á norðanverðum Vestfjörðum. Dálítil él, en þurrt A-til. Hiti víða 0 til 5 stig, en frystir í kvöld.

Suðlæg átt 3-10 á morgun, en heldur hvassara NV-lands. Úrkomulítið á A-landi, annars él en dregur úr úrkomu seinni partinn. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag:

Austan 8-13 og snjókoma í fyrstu á Vestfjörðum, annars suðlæg eða breytileg átt 3-10 og él, en þurrt að kalla A-lands. Hiti kringum frostmark að deginum. Dregur úr úrkomu seinni partinn.

Á fimmtudag:

Austlæg átt, víða 8-13 og slydda eða snjókoma með köflum. Hiti um eða yfir frostmarki. Gengur í norðaustan hvassviðri um NV-vert landið síðdegis og um kvöldið.

Á föstudag:

Hvöss norðaustanátt með snjókomu NV-til á landinu. Mun hægari vindur annars staðar og dálítil slydda eða snjókoma með köflum, en þurrt SV-lands. Hiti kringum frostmark.

Á laugardag:

Gengur í ákveðna austanátt með rigningu eða slyddu á S- og V-landi, hiti 0 til 5 stig síðdegis. Úrkomulítið N- og A-lands og hiti kringum frostmark, en fer að snjóa þar um kvöldið.

Á sunnudag (pálmasunnudagur):

Suðaustanátt og rigning eða slydda, en norðaustanátt með snjókomu og hita um frostmark NV-til.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×