Íslenski boltinn

Rekinn frá Kormáki/Hvöt eftir viku í starfi - Mætti til leiks undir áhrifum áfengis

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Tryggvi Guðmundsson entist stutt í starfi hjá 4.deildarliði Kormáks/Hvatar.

Það vakti mikla athygli þegar 4.deildarlið Kormáks/Hvatar tilkynnti um ráðningu Tryggva fyrir einum mánuði síðan en Tryggvi er einn mesti markahrókur í sögu íslenskrar knattspyrnu.

Tryggvi hóf störf fyrir einni viku síðan en var í kvöld rekinn úr starfi.

Ástæða brottrekstursins er sú að Tryggvi mætti undir áhrifum áfengis í leik liðsins gegn Úlfunum í C-deild Lengjubikarsins í dag.

Fótbolti.net segir frá þessu á vef sínum í kvöld.

Tryggvi var ekki á leikskýrslu í leiknum sem lauk með 4-7 sigri Úlfanna en samkvæmt heimildum Vísis var leikmönnum Kormáks/Hvatar tilkynnt um að Tryggvi hefði verið rekinn nú undir kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×