Erlent

WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca

Kjartan Kjartansson skrifar
Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu.
Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu. Vísir/EPA

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan.

Hópur Evrópuríkja, þar á meðal Ísland, stöðvaði notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku vegna tilkynninga um að fólk sem fékk blóðtappa eftir að það fékk efnið. Engar vísbendingar hafa komið fram um orsakasamhengi. Lyfjastofnun Evrópu ætlar að gefa út leiðbeiningar um notkun bóluefnisins í dag.

Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði í dag að ekki lægi fyrir hvort að bóluefnið hefði eitthvað með tilfelli blóðtappa að gera eða hvort að um tilviljun væri að ræða.

„Á þessari stundu er ávinningurinn af bóluefni AstraZeneca miklu meiri en áhættan við það og það ætti að halda áfram að nota það til að bjarga lífum,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Kluge.

AstraZeneca hefur sagt að tíðni blóðtappa hafi ekki aukist hjá þeim fleiri en sautján milljónum manna sem hafa fengið bóluefnið í löndum Evrópusambandsins og í Bretlandi.


Tengdar fréttir

Land­spítalinn þurfti að farga rúm­lega hundrað skömmtum af bólu­efni

Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×