Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Eiður Þór Árnason og skrifa 16. mars 2021 23:41 Fyrri niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að bóluefnið virkaði verr gegn afbrigðinu. Vísir/vilhelm Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið veiti einungis tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku og er talið vera meira smitandi en flest önnur. Greint er frá þessu á vef Bloomberg en tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í rannsókninni þar sem annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn lyfleysu en enginn þátttakandi veiktist alvarlega af Covid-19 á rannsóknartímabilinu. Er talið að ungur aldur þátttakenda hafi þar spilað stóran þátt en miðgildi aldurs var 30 ár. Eldra fólk er almennt líklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19. Í ljósi þessa svarar rannsóknin ekki spurningum um hversu mikla vernd bóluefnið veitir gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveiruafbrigðisins eða dragi úr líkum á sjúkrahússinlögn. Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Afríku stöðvuðu notkun bóluefnisins tímabundið þar í landi eftir að bráðabirgðagögn úr umræddri rannsókn voru birt í febrúar. Gögnin sem voru birt í fræðiritinu New England Journal of Medicine í dag voru ítarlegri og hefur rannsóknin þar að auki verið ritrýnd. AstraZeneca gaf út í febrúar að framleiðandinn vænti þess að ný gerð bóluefnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu suðurafríska afbrigði. Fregnirnar koma á erfiðum tíma fyrir lyfjaframleiðandann en notkun bóluefnis AstraZeneca hefur víða verið stöðvuð tímabundið í Evrópu á meðan útilokað er að orsakatengsl séu á milli notkunar þess og blóðtappa. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. 16. mars 2021 15:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið veiti einungis tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku og er talið vera meira smitandi en flest önnur. Greint er frá þessu á vef Bloomberg en tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í rannsókninni þar sem annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn lyfleysu en enginn þátttakandi veiktist alvarlega af Covid-19 á rannsóknartímabilinu. Er talið að ungur aldur þátttakenda hafi þar spilað stóran þátt en miðgildi aldurs var 30 ár. Eldra fólk er almennt líklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19. Í ljósi þessa svarar rannsóknin ekki spurningum um hversu mikla vernd bóluefnið veitir gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveiruafbrigðisins eða dragi úr líkum á sjúkrahússinlögn. Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Afríku stöðvuðu notkun bóluefnisins tímabundið þar í landi eftir að bráðabirgðagögn úr umræddri rannsókn voru birt í febrúar. Gögnin sem voru birt í fræðiritinu New England Journal of Medicine í dag voru ítarlegri og hefur rannsóknin þar að auki verið ritrýnd. AstraZeneca gaf út í febrúar að framleiðandinn vænti þess að ný gerð bóluefnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu suðurafríska afbrigði. Fregnirnar koma á erfiðum tíma fyrir lyfjaframleiðandann en notkun bóluefnis AstraZeneca hefur víða verið stöðvuð tímabundið í Evrópu á meðan útilokað er að orsakatengsl séu á milli notkunar þess og blóðtappa. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. 16. mars 2021 15:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43
Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. 16. mars 2021 15:00