WHO: Ekki ástæða til að hætta að nota bóluefni AstraZeneca Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2021 16:48 Ekker hefur komið fram sem bendir til tengsla á milli bóluefnis AstraZeneca og blóðtappa í fólki. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ekki ástæðu fyrir lönd að hætta að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Ekkert bendi til þess að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa stöðvað bólusetningar með efninu tímabundið í öryggisskyni. Ákvörðun íslenskra yfirvalda kom í kjölfar þess að Danir hættu að nota AstraZeneca-bóluefnið í tvær vikur vegna tilkynninga um mögulega alvarlegar aukaverkanir. Norðmenn hættu einnig að gefa bóluefnið. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir ekki innistæðu fyrir áhyggjum af því að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Bóluefnið sé ágætt og lönd ættu að halda áfram notkun þess. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar hafi um fimm milljónir Evrópubúa fengið bóluefni AstraZeneca. Um þrjátíu tilkynningar hafa borist um að fólk sem fékk blóðtapa eftir að það fékk bóluefnið, þar á meðal um eitt dauðsfall á Ítalíu. Ekki hefur verið sýnt fram á neitt orsakasamhengi á milli bólusetningarinnar og blóðtappanna, að sögn Harris. Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið í sama streng. AstraZeneca segir að hlutfall þeirra sem hafa fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefnið sé raunar töluvert lægra en búast mætti við í svo stórum hópi fólks almennt. BBC segir að í Bretlandi hafi ellefu milljónir manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu og engin merki séu um aukna dánartíðni eða tíðni blóðtappa í þeim hópi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Ákvörðun íslenskra yfirvalda kom í kjölfar þess að Danir hættu að nota AstraZeneca-bóluefnið í tvær vikur vegna tilkynninga um mögulega alvarlegar aukaverkanir. Norðmenn hættu einnig að gefa bóluefnið. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir ekki innistæðu fyrir áhyggjum af því að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Bóluefnið sé ágætt og lönd ættu að halda áfram notkun þess. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar hafi um fimm milljónir Evrópubúa fengið bóluefni AstraZeneca. Um þrjátíu tilkynningar hafa borist um að fólk sem fékk blóðtapa eftir að það fékk bóluefnið, þar á meðal um eitt dauðsfall á Ítalíu. Ekki hefur verið sýnt fram á neitt orsakasamhengi á milli bólusetningarinnar og blóðtappanna, að sögn Harris. Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið í sama streng. AstraZeneca segir að hlutfall þeirra sem hafa fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefnið sé raunar töluvert lægra en búast mætti við í svo stórum hópi fólks almennt. BBC segir að í Bretlandi hafi ellefu milljónir manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu og engin merki séu um aukna dánartíðni eða tíðni blóðtappa í þeim hópi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39
Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46
Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55