Erlent

Prestar í uppreisn gegn Páfagarði

Samúel Karl Ólason skrifar
Samknynheigðir kaþólikar höfðu bundið vonir sínar við Frans páfa.
Samknynheigðir kaþólikar höfðu bundið vonir sínar við Frans páfa. AP/Andrew Medichini

Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær.

Páfagarður birti í gær skipun þar að lútandi sem fór þvert gegn vonum samkynhneigðra kaþólika sem höfðu bundið vonir við að afstaða Vatíkansins gagnvart samkynhneigðum myndi mildast undir Frans páfa.

Í frétt Reuters segir að víðsvegar um heiminn hafi prestar byrjað að blessa samvist samkynja para og kallað hafi verið eftir að það verði formlega leyft af kirkjunni. Svo varð þó ekki.

Sjá einnig: Vatíkanið bannar blessun samvistar sam­kynja para

Samtökin Pfarrer-Initiative, sem eru með höfuðstöðvar í Austurríki, sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Vatíkansins var harðlega fordæmd. Um mikla afturför sé að ræða og að meðlimir samtakanna muni ekki fylgja skipuninni eftir.

Meðlimir samtakanna hafa lengi kallað eftir umbótum á kaþólsku kirkjunni, að prestum verði leyft að kvænast og að konum verði leyft að gerast prestar. Þeir vilja einnig að mótmælendum og fráskilnu fólki sem hafi gifsts á nýjan leik verði leyft að gangast játningu.

Samtökin voru stofnuð árið 2006 af níu prestum. Nú segja þau að í samtökunum séu 350 prestar og stuðningsmenn þeirra innan kirkjunnar séu rúmlega þrjú þúsund.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×