Erlent

Sendi sjálf inn form­lega kvörtun vegna um­mæla Pi­ers Morgan

Atli Ísleifsson skrifar
Piers Morgan hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV vegna ummæla sinna um Meghan.
Piers Morgan hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV vegna ummæla sinna um Meghan. AP

Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar.

CNN segir frá því að kvörtun Meghan til ITV-sjónvarpsstöðvarinnar hafi ekki snúið að persónulegum árásum Morgans á hana sjálfa, heldur frekar hvaða áhrif ummælin kunni að hafa á aðra og hvernig þau hafi gert lítið úr mikilvægi geðheilbrigðismála.

Morgan hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV vegna ummæla sinna um Meghan. Hann ítrekaði í morgun að hann sagðist standa við orðin.

Ummæli Morgans sneru að orðum Meghan í viðtali Opruh Winfrey við Meghan og eiginmann hennar, Harry Bretaprins þar sem hún sagðist meðal annars á tímabili hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum vegna rasísks andrúmslofts innan bresku konungsfjölskyldunnar.

Piers Morgan sagði í þættinum Good Morning Britain á mánudagsmorgun að hann tryði ekki orði af því sem Meghan hefði sagt í viðtalinu.

„Mér finnst þessi árás hennar á konungsfjölskylduna fyrirlitleg,“ sagði Morgan meðal annars.

Fréttir bárust af því í gær að Ofcom, fjölmiðlaeftirlits Bretlands, hafi borist rúmlega 41 þúsund kvartanir vegna ummæla Morgan.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.


Tengdar fréttir

Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði.

Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan

Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma.

Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu

Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×