Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2021 06:42 Harry og Meghan sjást hér í viðtalinu við Opruh en það var sýnt á CBS sjónvarpsstöðinni í nótt. Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. Þá segir hún að fjölskyldumeðlimir hafi spurt Harry hversu dökkan húðlit hann héldi að Archie myndi vera með en móðir Meghan er svört. Þetta kom fram í viðtali bandarísku sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CBS í nótt. Viðtalsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er ítarlega fjallað um það í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars á vef BBC og Guardian, en það verður ekki sýnt í bresku sjónvarpi fyrr en í kvöld. Meghan sagði að konungsfjölskyldan hefði lagt mikið á sig til þess að neita Archie um konunglegan titil auk þess sem honum hefði verið neitað um öryggisgæslu. Þá hefði enginn í konungsfjölskyldunni komið henni til varnar eða stutt við bakið á henni þegar bresku slúðurmiðlarnir hófu að fjalla um húðlit Meghan, þá staðreynd að móðir hennar væri svört og hvernig Archie myndi þá líta út. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu sem AP-fréttastofan birtir. Skýr, raunveruleg og skelfileg hugsun Meghan sagði að henni hefði liðið mjög illa vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar en henni hefði verið ítrekað neitað um hjálp innan fjölskyldunnar. Þá hefði henni verið ráðið frá því að fara frá Englandi og yfirgefa konungshöllina. „Þetta var allt að gerast bara vegna þess að ég anda,“ sagði Meghan og brast í grát á einum tímapunkti í viðtalinu að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. „Ég vildi ekki lifa lengur. Það var hugsun sem var skýr, raunveruleg og skelfileg og sótti stöðugt á mig.“ Þá spurði Oprah hana hvort hún hefði hugsað um blandaðan bakgrunn sinn, bandarískan ríkisborgararétt sinn eða þá staðreynd að hún er fráskilin þegar hún varð hluti af konungsfjölskyldunni. „Ég hugsaði um það því þau létu mig hugsa um það,“ svaraði Meghan. Bæði Meghan og Harry hrósuðu drottningunni sjálfri, Elísabetu, ömmu Harrys, og vildu ekki benda mikið á einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þau lýstu fjölskyldumeðlimum frekar sem föngum stofnunarinnar sem skilgreinir þá. Þeir væru fyrst og fremst mjög hræddir við að lenda í „skrímslavélinni“, eins og Meghan kallaði slúðurpressuna, sem gæti hvenær sem er snúist gegn þeim eins og hefði gerst í hennar tilfelli. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Þá segir hún að fjölskyldumeðlimir hafi spurt Harry hversu dökkan húðlit hann héldi að Archie myndi vera með en móðir Meghan er svört. Þetta kom fram í viðtali bandarísku sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CBS í nótt. Viðtalsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er ítarlega fjallað um það í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars á vef BBC og Guardian, en það verður ekki sýnt í bresku sjónvarpi fyrr en í kvöld. Meghan sagði að konungsfjölskyldan hefði lagt mikið á sig til þess að neita Archie um konunglegan titil auk þess sem honum hefði verið neitað um öryggisgæslu. Þá hefði enginn í konungsfjölskyldunni komið henni til varnar eða stutt við bakið á henni þegar bresku slúðurmiðlarnir hófu að fjalla um húðlit Meghan, þá staðreynd að móðir hennar væri svört og hvernig Archie myndi þá líta út. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu sem AP-fréttastofan birtir. Skýr, raunveruleg og skelfileg hugsun Meghan sagði að henni hefði liðið mjög illa vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar en henni hefði verið ítrekað neitað um hjálp innan fjölskyldunnar. Þá hefði henni verið ráðið frá því að fara frá Englandi og yfirgefa konungshöllina. „Þetta var allt að gerast bara vegna þess að ég anda,“ sagði Meghan og brast í grát á einum tímapunkti í viðtalinu að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. „Ég vildi ekki lifa lengur. Það var hugsun sem var skýr, raunveruleg og skelfileg og sótti stöðugt á mig.“ Þá spurði Oprah hana hvort hún hefði hugsað um blandaðan bakgrunn sinn, bandarískan ríkisborgararétt sinn eða þá staðreynd að hún er fráskilin þegar hún varð hluti af konungsfjölskyldunni. „Ég hugsaði um það því þau létu mig hugsa um það,“ svaraði Meghan. Bæði Meghan og Harry hrósuðu drottningunni sjálfri, Elísabetu, ömmu Harrys, og vildu ekki benda mikið á einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þau lýstu fjölskyldumeðlimum frekar sem föngum stofnunarinnar sem skilgreinir þá. Þeir væru fyrst og fremst mjög hræddir við að lenda í „skrímslavélinni“, eins og Meghan kallaði slúðurpressuna, sem gæti hvenær sem er snúist gegn þeim eins og hefði gerst í hennar tilfelli. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira