Erlent

Drottningin tjáir sig um viðtalið

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikill órói er sagður innan konungsfjölskyldunnar um þessar mundir.
Mikill órói er sagður innan konungsfjölskyldunnar um þessar mundir. EPA/STR

Elísabet Bretadrottning segir alla bresku konungsfjölskylduna sorgmædda yfir því hvað síðustu ár hafi verið erfið fyrir Meghan Markle og Harry Bretaprins. 

Í yfirlýsingu frá drottningunni segir að nokkur atriði sem hafi komið fram í umdeildu viðtali við hjónin sem sýnt var á sunnudagskvöldið hafi valdið áhyggjum og þá sérstaklega það sem varðar kynþátt Meghan.

Drottningin segir að þó minni fólks geti verið mismunandi, séu ummæli hjónanna tekin mjög alvarlega og að konungsfjölskyldan muni takast á við þau í einrúmi.

Þá segir drottningin að Harry, Meghan og sonur þeirra Archie verði ávallt elskaðir meðlimir fjölskyldunnar.

Yfirlýsingin sem drottningin sendi frá sér eru fyrstu opinberu viðbrögð konungsfjölskyldunnar við viðtalinu.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að krísufundir hafi verið haldnir innan konungsfjölskyldunnar í kjölfar birtingar viðtalsins, sem hefur vakið mikla athygli um allan heim.

Þar kom meðal annars fram að meðlimur konungsfjölskyldunnar hafði velt upp hver húðlitur Archie yrði og að Meghan hefði glímt við sjálfsvígshugleiðingar á meðan hún gekk með Archie. Henni hefði hins vegar verið neitað um hjálp þegar hún leitaði eftir henni.


Tengdar fréttir

Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu

Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins.

Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie

Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári.

Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×