Enski boltinn

Töl­fræðin talar sínu máli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jorginho og Tuchel fagna eftir sigurinn í kvöld.
Jorginho og Tuchel fagna eftir sigurinn í kvöld. Glyn Kirk/Getty

Chelsea hefur ekki tapað leik eftir að Þjóðverjinn Thomas Tuchel tók við stjórnartaumunum hjá liðinu eftir að Frank Lampard var rekinn.

Tuchel hefur stýrt Chelsea í ellefu leikjum. Hann hefur unnið átta af þeim og gert þrjú jafntefli.

Á sama tíma hefur liðið skotist upp frá níunda sæti deildarinnar upp í það fjórða en sigrarnir hafa meðal annars komið gegn Jose Mourinho, Jurgen Klopp og nú síðast Carlo Ancelotti.

Liðið hefur spilað fimm heimaleiki frá því að sá þýski mætti og hann virðist hafa tekið þýska agann með sér. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í þessum fyrstu fimm heimaleikjum.

Tuchel á einnig þriðju bestu byrjun í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur ekki tapað í níu fyrsta deildarleikjum undir stjórn Tuchel.

Einungis Maurizio Sarri með Chelsea (12 leikir) og Frank Clark með Nottingham Forest (11 leikir) hafa þjálfað leiki án taps.

Nokkra tölfræðipunkta Tuchels með Chelsea má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Chelsea á fleygi­ferð undir stjórn Tuchels

Chelsea vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur á Everton á heimavelli í kvöld en Chelsea liðið hefur verið á góðu skriði síðan að Þjóðverjinn Thomas Tuchel tók við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×