Enski boltinn

Dag­ný byrjaði sinn fyrsta leik fyrir West Ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný í leiknum í dag.
Dagný í leiknum í dag. West Ham United

Dagný Brynjarsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fór það svo að West Ham tapaði 2-0 gegn Chelsea.

West Ham mætti toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni kvenna megin í dag. Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur náð sér af meiðslum og lék allan leikinn í liði West Ham.

Henni tókst ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur toppliðsins en Sam Kerr og Bethandy England skoruðu mörk Chelsea í dag.

West Ham er sem stendur í 11. sæti – af 12 liðum – með átta stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið Bristol City.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.