Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 14:28 Sérfræðingur segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta er. epa Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. Fyrir utan þá þjáningu og dauðsföll sem óheftur faraldur hefur í för með sér, eru mögulegar afleiðingar meðal annars að smit berist til annarra ríkja og fleiri alvarlegar stökkbreytingar veirunnar. CNN greinir frá því að engar nýjar tölur hafi borist um stöðu faraldursins í Tansaníu frá því í maí á síðasta ári, þegar 509 voru sagðir hafa greinst með Covid-19 og 21 látist. Þá hafa stjórnvöld í Túrkmenistan ekki tilkynnt nein tilvik til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Norður-Kórea hefur heldur ekki tilkynnt um nein tilfelli, sem þykir grunsamlegt, ekki síst í ljósi þess að íbúar landsins telja 26 milljónir og landamæri þess liggja að Kína, þar sem faraldurinn braust út. Hins vegar er mögulegt að stjórnvöldum þar hafi tekist að halda veirunni í skefjum með auknum einangrunaraðgerðum. Hættulegt þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann Að sögn Dorit Nitzan, svæðisstjóra hjá WHO, hafa fjórtán ríki ekki tilkynnt tilfelli Covid-19 en mörg þeirra eru tiltölulega einangraðar smáþjóðir á borð við Kiribati og Tuvalu. Í Tansaníu hefur forsetinn John Magugfuli ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt íbúa til að „biðja veirunna í burtu“, auk þess að grípa til hefðbundinna úrræða á borð við að anda að sér gufu. Forsetinn hefur einnig neitað að falast eftir bóluefnum og sagt þau hættuleg þjóðinni. Samkvæmt bandaríska sendiráðinu í borginni Dar es Salaam hefur tilvikum kórónuveirunnar farið fjölgandi frá því í janúar. Peter Drobac, sérfræðingur í alþjóðaheilbrigðismálum, segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta sé og hversu hættulegt það er þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann. Misvísandi skilaboð og afneitun gagnvart gagnsemi sóttvarna á borð við grímunotkun hefði meðal annars hraðað dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum og Brasilíu og leitt til dauðsfalla sem hefði mátt koma í veg fyrir. Hvetja til grímunotkunar vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu „Ekkert okkar er öruggt neins staðar fyrr en við erum öll örugg alls staðar,“ segir Drobac. Í Túrkmenistan hafa stjórnvöld takmarkað ferðalög og hvatt fólk til að halda fjarlægð og vera með grímur en ekki vegna Covid-19, heldur vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu. Samkvæmt Human Rights Watch hafa þarlend stjórnvöld meðal annars aukið á neyð þjóðarinnar með afneitun sinni og jafnvel þvingað heilbrigðisstarfsfólk til að ræða ekki um útbreiðslu veirunnar. Enginn sjálfstæður fjölmiðill er í landinu. Diana Serebryannik, framkvæmdastjóri Rights and Freedoms of Turkmenistan Citizens, segir ástandið í landinu grafalvarlegt. Veikir hafi ekki aðgang að viðeigandi úrræðum og læknar viti ekki hvernig þeir eigi að meðhöndla þá. Samtökin hafa opnað netþjónustu fyrir þá sem gruna að þeir hafi smitast af Covid-19 og þegar hafa 3.500 manns haft samband. „Það er engin viðurkenning á því að vírusinn sé í landinu,“ segir Serebryannik. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Fyrir utan þá þjáningu og dauðsföll sem óheftur faraldur hefur í för með sér, eru mögulegar afleiðingar meðal annars að smit berist til annarra ríkja og fleiri alvarlegar stökkbreytingar veirunnar. CNN greinir frá því að engar nýjar tölur hafi borist um stöðu faraldursins í Tansaníu frá því í maí á síðasta ári, þegar 509 voru sagðir hafa greinst með Covid-19 og 21 látist. Þá hafa stjórnvöld í Túrkmenistan ekki tilkynnt nein tilvik til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Norður-Kórea hefur heldur ekki tilkynnt um nein tilfelli, sem þykir grunsamlegt, ekki síst í ljósi þess að íbúar landsins telja 26 milljónir og landamæri þess liggja að Kína, þar sem faraldurinn braust út. Hins vegar er mögulegt að stjórnvöldum þar hafi tekist að halda veirunni í skefjum með auknum einangrunaraðgerðum. Hættulegt þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann Að sögn Dorit Nitzan, svæðisstjóra hjá WHO, hafa fjórtán ríki ekki tilkynnt tilfelli Covid-19 en mörg þeirra eru tiltölulega einangraðar smáþjóðir á borð við Kiribati og Tuvalu. Í Tansaníu hefur forsetinn John Magugfuli ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt íbúa til að „biðja veirunna í burtu“, auk þess að grípa til hefðbundinna úrræða á borð við að anda að sér gufu. Forsetinn hefur einnig neitað að falast eftir bóluefnum og sagt þau hættuleg þjóðinni. Samkvæmt bandaríska sendiráðinu í borginni Dar es Salaam hefur tilvikum kórónuveirunnar farið fjölgandi frá því í janúar. Peter Drobac, sérfræðingur í alþjóðaheilbrigðismálum, segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta sé og hversu hættulegt það er þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann. Misvísandi skilaboð og afneitun gagnvart gagnsemi sóttvarna á borð við grímunotkun hefði meðal annars hraðað dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum og Brasilíu og leitt til dauðsfalla sem hefði mátt koma í veg fyrir. Hvetja til grímunotkunar vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu „Ekkert okkar er öruggt neins staðar fyrr en við erum öll örugg alls staðar,“ segir Drobac. Í Túrkmenistan hafa stjórnvöld takmarkað ferðalög og hvatt fólk til að halda fjarlægð og vera með grímur en ekki vegna Covid-19, heldur vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu. Samkvæmt Human Rights Watch hafa þarlend stjórnvöld meðal annars aukið á neyð þjóðarinnar með afneitun sinni og jafnvel þvingað heilbrigðisstarfsfólk til að ræða ekki um útbreiðslu veirunnar. Enginn sjálfstæður fjölmiðill er í landinu. Diana Serebryannik, framkvæmdastjóri Rights and Freedoms of Turkmenistan Citizens, segir ástandið í landinu grafalvarlegt. Veikir hafi ekki aðgang að viðeigandi úrræðum og læknar viti ekki hvernig þeir eigi að meðhöndla þá. Samtökin hafa opnað netþjónustu fyrir þá sem gruna að þeir hafi smitast af Covid-19 og þegar hafa 3.500 manns haft samband. „Það er engin viðurkenning á því að vírusinn sé í landinu,“ segir Serebryannik. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira