Timo Werner viss um að mörkin fari að koma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2021 18:00 Timo Werner hefur átt erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea FC/Getty Images Timo Werner gekk til liðs við Chelsea frá RB Leipzig seinasta sumar fyrir 53 milljónir punda. Þessi þýski sóknarmaður sem skoraði 28 mörk í 34 leikjum fyrir Leipzig á seinasta tímabili, en hefur nú aðeins skorað fimm mörk í 25 leikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Eftir gott tímabil með Leipzig í þýsku deildinni hefur Timo Werner átt erfitt uppdráttar í búningi Chelsea. Miklar vonir voru bundnar við þennan 24 ára sóknarmann, en hann er viss um að hann geti fundið skotskónna á nýjan leik. „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig af því að ég vil hjálpa liðinu,“ sagði Werner. „Ég vil skora, það er í eðli mínu sem sóknarmaður.“ Werner endaði 14 leikja markaþurrð í leik gegn Newcastle a dögunum, en hann vonast til að geta gert svipaða hluti hjá Chelsea og Didier Drogba gerði á sínum tíma. Drogba skoraði einungis 10 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, en vann sig svo inn í hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins eins og frægt er. „Það koma margir góðir framherjar í ensku úrvalsdeildina og þurfa eitt tímabil til að finna rétta taktinn,“ sagði Werner. „Mér finnst eins og formið sé að koma og ég sé að verða betri og betri.“ Werner og liðsfélagar hans í Chelsea heimsækja Liverpool í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni klukkan 20.15 í kvöld. Einungis eitt stig aðskilur þessi tvö lið sem sitja í fimmta og sjötta sæti deildarinnar. Baráttan um meistaradeildarsæti verður harðari með hverri umferðinni, og það er ljóst að þessi leikur er virkilega mikilvægur í þeirri baráttu. Enski boltinn Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Eftir gott tímabil með Leipzig í þýsku deildinni hefur Timo Werner átt erfitt uppdráttar í búningi Chelsea. Miklar vonir voru bundnar við þennan 24 ára sóknarmann, en hann er viss um að hann geti fundið skotskónna á nýjan leik. „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig af því að ég vil hjálpa liðinu,“ sagði Werner. „Ég vil skora, það er í eðli mínu sem sóknarmaður.“ Werner endaði 14 leikja markaþurrð í leik gegn Newcastle a dögunum, en hann vonast til að geta gert svipaða hluti hjá Chelsea og Didier Drogba gerði á sínum tíma. Drogba skoraði einungis 10 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, en vann sig svo inn í hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins eins og frægt er. „Það koma margir góðir framherjar í ensku úrvalsdeildina og þurfa eitt tímabil til að finna rétta taktinn,“ sagði Werner. „Mér finnst eins og formið sé að koma og ég sé að verða betri og betri.“ Werner og liðsfélagar hans í Chelsea heimsækja Liverpool í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni klukkan 20.15 í kvöld. Einungis eitt stig aðskilur þessi tvö lið sem sitja í fimmta og sjötta sæti deildarinnar. Baráttan um meistaradeildarsæti verður harðari með hverri umferðinni, og það er ljóst að þessi leikur er virkilega mikilvægur í þeirri baráttu.
Enski boltinn Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira