Pep segir að City-liðið hafi komist í gegnum helvíti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 10:30 Leikmenn Manchester City fagna hér marki Gabriel Jesus á móti Úlfunum í gær. AP/Carl Recine Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er áfram varkár í yfirlýsingum sínum þrátt fyrir að lið hans hafi í gær náð fimmtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City vann 4-1 sigur á Wolves í gær og er nú með 65 stig eða fimmtán fleiri en Manchester United í öðru sæti. Þetta var 21. sigur Manchester City í röð í öllum keppnum en liðið er með yfirburðastöðu í deildinni, í góðri stöðu eftir sigur á Gladbach í fyrri leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar, komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins og í úrslitaleik enska deildabikarsins. Pep Guardiola hrósaði sínum mönnum fyrir að komast svo vel í gegnum mjög erfiðan hluta tímabilsins með allt leikjaálagið yfir háveturinn. "The record we will talk about in the future. In Winter time - November, December, January in England, it is hell! It s more than remarkable." #MCFC https://t.co/dKdvGbSdEe— Football365 (@F365) March 2, 2021 „Það er vetur í Englandi og hann er algjört helvíti. Við gerðum eitthvað ótrúlegt. Þetta er meira en magnað,“ sagði Pep Guardiola við breska ríkisútvarpið. „Leikmennirnir eiga skilið hrós frá mér en Liverpool er enn með krúnuna. Við þurfum að ná í öll þessi stig til að vinna ensku úrvalsdeildina,“ sagði Guardiola. Sigurganga Manchester City hófst með 1-0 útisigri á Southampton 19. desember en City liðið hefur ekki tapað leik síðan að liðið tapaði 2-0 á móti Tottenham 21. nóvember. City hefur því unnið alla leiki sína undanfarna 77 daga og hefur enn fremur ekki tapað leik í öllum keppnum í meira en hundrað daga. Man City 4-1 Wolves: Pep Guardiola says side 'came through hell' https://t.co/LbPoBCxh4w— BBC News (UK) (@BBCNews) March 2, 2021 Næsti leikur City er á móti Manchester United um næstu helgi og þar gæti liðið endanlega gengið frá titilbaráttunnu. „Við fáum einn eða tvo daga til að hvíla okkur og átta okkur um leið hversu sterkir þeir eru. Þetta verður ótrúlegt tækifæri til að taka risaskref og við ætlum að reyna að ná því,“ sagði Guardiola. Manchester City hefur skorað 55 mörk í þessum 21 sigurleik í röð og aðeins fengið á sig átta mörk. Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Manchester City vann 4-1 sigur á Wolves í gær og er nú með 65 stig eða fimmtán fleiri en Manchester United í öðru sæti. Þetta var 21. sigur Manchester City í röð í öllum keppnum en liðið er með yfirburðastöðu í deildinni, í góðri stöðu eftir sigur á Gladbach í fyrri leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar, komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins og í úrslitaleik enska deildabikarsins. Pep Guardiola hrósaði sínum mönnum fyrir að komast svo vel í gegnum mjög erfiðan hluta tímabilsins með allt leikjaálagið yfir háveturinn. "The record we will talk about in the future. In Winter time - November, December, January in England, it is hell! It s more than remarkable." #MCFC https://t.co/dKdvGbSdEe— Football365 (@F365) March 2, 2021 „Það er vetur í Englandi og hann er algjört helvíti. Við gerðum eitthvað ótrúlegt. Þetta er meira en magnað,“ sagði Pep Guardiola við breska ríkisútvarpið. „Leikmennirnir eiga skilið hrós frá mér en Liverpool er enn með krúnuna. Við þurfum að ná í öll þessi stig til að vinna ensku úrvalsdeildina,“ sagði Guardiola. Sigurganga Manchester City hófst með 1-0 útisigri á Southampton 19. desember en City liðið hefur ekki tapað leik síðan að liðið tapaði 2-0 á móti Tottenham 21. nóvember. City hefur því unnið alla leiki sína undanfarna 77 daga og hefur enn fremur ekki tapað leik í öllum keppnum í meira en hundrað daga. Man City 4-1 Wolves: Pep Guardiola says side 'came through hell' https://t.co/LbPoBCxh4w— BBC News (UK) (@BBCNews) March 2, 2021 Næsti leikur City er á móti Manchester United um næstu helgi og þar gæti liðið endanlega gengið frá titilbaráttunnu. „Við fáum einn eða tvo daga til að hvíla okkur og átta okkur um leið hversu sterkir þeir eru. Þetta verður ótrúlegt tækifæri til að taka risaskref og við ætlum að reyna að ná því,“ sagði Guardiola. Manchester City hefur skorað 55 mörk í þessum 21 sigurleik í röð og aðeins fengið á sig átta mörk.
Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira