Breiðablik vann 5-0 sigur á Þrótti eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Blikarnir hafa því unnið tvo fyrstu leiki sína í riðli fjögur en Þróttarar eru með þrjú stig eftir tvo leiki.
Stjarnan vann svo 2-0 sigur á ÍA. Bæði mörk Stjörnunnar komu í fyrri hálfleik; 10. og 27. mínútu en Skagamenn voru einum manni færri frá 41. mínútu.
Stjarnan hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en Skagamenn eru með þrjú stig eftir sigur á Selfoss í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum.
Valur rúllaði svo yfir Grindavík á Origo-vellinum. Lokatölur 8-1. Staðan var jöfn 1-1 eftir átta mínútur en Valsmenn bættu við þremur mörkum í fyrri hálfleik og fjórum í þeim síðari.
Valur er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina en Grindavík er án stiga.