Íslenski boltinn

Valur niður­lægði Grinda­vík, Blikar skoruðu fimm og Stjarnan vann tíu Skaga­menn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Páll Sigurðsson og félagar rúlluðu yfir Grindavík í dag.
Haukur Páll Sigurðsson og félagar rúlluðu yfir Grindavík í dag. VÍSIR/HAG

Breiðablik og Valur unnu stórsigra á B-deildarliðunum Þrótti og Grindavík er liðin mættust í Lengjubikarnum í kvöld. Stjarnan vann svo 2-0 sigur á ÍA.

Breiðablik vann 5-0 sigur á Þrótti eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Blikarnir hafa því unnið tvo fyrstu leiki sína í riðli fjögur en Þróttarar eru með þrjú stig eftir tvo leiki.

Stjarnan vann svo 2-0 sigur á ÍA. Bæði mörk Stjörnunnar komu í fyrri hálfleik; 10. og 27. mínútu en Skagamenn voru einum manni færri frá 41. mínútu.

Stjarnan hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en Skagamenn eru með þrjú stig eftir sigur á Selfoss í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum.

Valur rúllaði svo yfir Grindavík á Origo-vellinum. Lokatölur 8-1. Staðan var jöfn 1-1 eftir átta mínútur en Valsmenn bættu við þremur mörkum í fyrri hálfleik og fjórum í þeim síðari.

Valur er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina en Grindavík er án stiga.

Úrslit eru fengin frá úrslit.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.