Erlent

Loka öllum skólum í Kol­ding og senda alla eldri en tólf ára í skimun

Atli Ísleifsson skrifar
Bjert Strand nærri Kolding. Myndin er úr safni.
Bjert Strand nærri Kolding. Myndin er úr safni. Getty

Ríkisstjórn Danmerkur hefur fyrirskipað að loka skuli öllum skólum og stofnunum í bænum Kolding á Jótlandi eftir að mikill fjöldi fólks hefur greinst með kórónuveiruna síðustu daga.

Frá þessu greinir á vef DR þar sem vísað er í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti landsins.

Ákvörðunin er tekið að höfðu samráði við sveitarstjórnaryfirvöld. Skal öllum skólum og stofnunum lokað til og með síðasta dags febrúarmánaðar.

Síðustu vikuna hafa 234 íbúar í Kolding greinst með kórónuveiruna og hafa sérstaklega margir greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar.

Þá hefur því verið beint til íbúa í Kolding að allir eldri en tólf ára ættu að gangast undir skimun til að betur sé hægt að ná utan um útbreiðsluna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×