Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 10:19 Íbúar Houston bíða í röð eftir gastönkum. AP/David J. Phillip Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. Rafmagn er nú að mestu komið á aftur. Um 325 þúsund heimili og fyrirtæki voru án rafmagns í gærkvöldi en daginn áður var þessi tala þrjár milljónir. Þó segja embættismenn að enn gæti rafmagnsnotkun verið takmörkuðu, reynist álagið á kerfið of mikið. Hundruð þúsunda eru einnig án rafmagns í öðrum ríkjum og þar á meðal hundrað þúsund manns í Oregon, sem hafa búið við rafmagnsleysi alla vikuna vegna gífurlegrar snjókomu þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Íbúar Texas þurfa að takast á við annað vandamál þar sem veðrið hefur valdið skaða á vatnskerfum ríkisins. Leiðslur hafa sprungið víða og vatn hefur flætt inn í fjölda húsa og um götur. Þá hefur vatnsþrýtingur lækkað víða einnig og þá oftast vegna sprunginna leiðsla. Sú lækkun hefur komið niður á störfum slökkviliðsmanna. Þeir hafa víða staðið í ströngu þar sem margir hafa kveikt elda á heimilum sínum til að halda á sér hita. Ráðlagt að sjóða neysluvatn Um sjö milljónum manna, um fjórðungi íbúa Texas, hefur verið gert að sjóða neysluvatn sitt. Fólki hefur í vikunni einnig verið ráðlagt að slökkva á flæði vatns til húsa sinna til að koma í veg fyrir að leiðslur springi. AP segir forsvarsmenn vatnshreinsunarstöðva víða um Texas hafa tilkynnt veðurtengd vandræði eða í rúmlega þúsund stöðvum í 177 af 254 sýslum ríkisins. Svipaða sögu er að segja frá öðrum ríkjum eins og Mississippi og Tennessee þar sem fjölmörgum íbúum hefur einnig verið ráðlagt að sjóða neysluvatn og skemmdir hafa orðið á leiðslum. Óttast að fleiri hafi dáið Þó vitað sé að tugir hafi látið lífið vegna kuldakastsins og óveðra er óttast að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Í frétt Washingtno Post er haft eftir viðbragðsaðilum í Texas að þeir óttist hvað nánari kannanir munu leiða í ljós. Fógeti einnar sýslu í Texas segir að starfsmenn sínir hafi heimsótt fjölmarga íbúa og kannað ástand þeirra. Þeir hafi fundið þrjá látna aðila og óttast fógetinn að þeir verði fleiri á næstu dögum. Fjölmargir hafa orðið fyrir eitrunum eftir að hafa kveikt elda á heimilum sínum, eða jafnvel kveikt á bílum til að hita bílskúra, og er óttast að fleiri hafi kafnað en vitað sé. Þá er sömuleiðis óttast að kuldinn hafi dregið fólk til dauða. Ljósavélar hafa rokið úr hillum verslana í Texas og víðar.AP/Rogelio V. Solis Bandaríkin Veður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Rafmagn er nú að mestu komið á aftur. Um 325 þúsund heimili og fyrirtæki voru án rafmagns í gærkvöldi en daginn áður var þessi tala þrjár milljónir. Þó segja embættismenn að enn gæti rafmagnsnotkun verið takmörkuðu, reynist álagið á kerfið of mikið. Hundruð þúsunda eru einnig án rafmagns í öðrum ríkjum og þar á meðal hundrað þúsund manns í Oregon, sem hafa búið við rafmagnsleysi alla vikuna vegna gífurlegrar snjókomu þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Íbúar Texas þurfa að takast á við annað vandamál þar sem veðrið hefur valdið skaða á vatnskerfum ríkisins. Leiðslur hafa sprungið víða og vatn hefur flætt inn í fjölda húsa og um götur. Þá hefur vatnsþrýtingur lækkað víða einnig og þá oftast vegna sprunginna leiðsla. Sú lækkun hefur komið niður á störfum slökkviliðsmanna. Þeir hafa víða staðið í ströngu þar sem margir hafa kveikt elda á heimilum sínum til að halda á sér hita. Ráðlagt að sjóða neysluvatn Um sjö milljónum manna, um fjórðungi íbúa Texas, hefur verið gert að sjóða neysluvatn sitt. Fólki hefur í vikunni einnig verið ráðlagt að slökkva á flæði vatns til húsa sinna til að koma í veg fyrir að leiðslur springi. AP segir forsvarsmenn vatnshreinsunarstöðva víða um Texas hafa tilkynnt veðurtengd vandræði eða í rúmlega þúsund stöðvum í 177 af 254 sýslum ríkisins. Svipaða sögu er að segja frá öðrum ríkjum eins og Mississippi og Tennessee þar sem fjölmörgum íbúum hefur einnig verið ráðlagt að sjóða neysluvatn og skemmdir hafa orðið á leiðslum. Óttast að fleiri hafi dáið Þó vitað sé að tugir hafi látið lífið vegna kuldakastsins og óveðra er óttast að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Í frétt Washingtno Post er haft eftir viðbragðsaðilum í Texas að þeir óttist hvað nánari kannanir munu leiða í ljós. Fógeti einnar sýslu í Texas segir að starfsmenn sínir hafi heimsótt fjölmarga íbúa og kannað ástand þeirra. Þeir hafi fundið þrjá látna aðila og óttast fógetinn að þeir verði fleiri á næstu dögum. Fjölmargir hafa orðið fyrir eitrunum eftir að hafa kveikt elda á heimilum sínum, eða jafnvel kveikt á bílum til að hita bílskúra, og er óttast að fleiri hafi kafnað en vitað sé. Þá er sömuleiðis óttast að kuldinn hafi dregið fólk til dauða. Ljósavélar hafa rokið úr hillum verslana í Texas og víðar.AP/Rogelio V. Solis
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55