Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 07:55 Karla Perez og Esperanza Gonzalez hlýja sér yfir grillinu á heimili sínu í Texas sem er án rafmagns vegna kulda og snjóa. Getty/Go Nakamura Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. Í gær voru flestir án rafmagns í Texas eða meira en fjórar milljónir heimila og fyrirtækja. Hitastigið fór niður fyrir frostmark en húsnæði í ríkinu, sem er í suðurhluta Bandaríkjanna, er ekki endilega byggt til þess að halda hita enda loftslagið almennt hlýtt. Þá voru 250 þúsund manns í Appalachia-fjöllunum án rafmagns og fjórar milljónir íbúa í Mexíkó misstu einnig út rafmagnið. Í norðvesturhluta Oregon olli síðan frostregn rafmagnsleysi hjá 250 þúsund manns. Í Chicago féll skólastarf niður í gær vegna mikils fannfergis þar sem jafnfallinn snjór í borginni náði 46 sentimetrum. Í Norður-Karólínu létust þrír í hvirfilbyl og fjögurra manna fjölskylda lést í bruna í Houston sem kviknaði út frá arin í húsi þeirra. Þau höfðu kveikt upp í arninum til að halda á sér hita. Fólk hefur einnig dáið í Louisiana, Kentucky og Missouri, meðal annars í bílslysum. Veðurviðvaranir vegna kulda, vinds og ofankomu hafa verið í gildi allt frá Kanada og niður til Mexíkó. Sé litið veðurspár Bandarísku veðurstofunnar virðist betra veður ekki í kortunum í dag allavega; áfram er til að mynda spáð frosti í miðríkjunum og jafnvel suðurríkjunum. Bandaríkin Veður Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Í gær voru flestir án rafmagns í Texas eða meira en fjórar milljónir heimila og fyrirtækja. Hitastigið fór niður fyrir frostmark en húsnæði í ríkinu, sem er í suðurhluta Bandaríkjanna, er ekki endilega byggt til þess að halda hita enda loftslagið almennt hlýtt. Þá voru 250 þúsund manns í Appalachia-fjöllunum án rafmagns og fjórar milljónir íbúa í Mexíkó misstu einnig út rafmagnið. Í norðvesturhluta Oregon olli síðan frostregn rafmagnsleysi hjá 250 þúsund manns. Í Chicago féll skólastarf niður í gær vegna mikils fannfergis þar sem jafnfallinn snjór í borginni náði 46 sentimetrum. Í Norður-Karólínu létust þrír í hvirfilbyl og fjögurra manna fjölskylda lést í bruna í Houston sem kviknaði út frá arin í húsi þeirra. Þau höfðu kveikt upp í arninum til að halda á sér hita. Fólk hefur einnig dáið í Louisiana, Kentucky og Missouri, meðal annars í bílslysum. Veðurviðvaranir vegna kulda, vinds og ofankomu hafa verið í gildi allt frá Kanada og niður til Mexíkó. Sé litið veðurspár Bandarísku veðurstofunnar virðist betra veður ekki í kortunum í dag allavega; áfram er til að mynda spáð frosti í miðríkjunum og jafnvel suðurríkjunum.
Bandaríkin Veður Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira