Enski boltinn

Ji­ménez farinn að æfa eftir höfuð­kúpu­brotið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jiménez lenti í skelfilegu samstuði við David Luiz, miðvörð Arsenal, í nóvember á síðasta ári.
Jiménez lenti í skelfilegu samstuði við David Luiz, miðvörð Arsenal, í nóvember á síðasta ári. John Walton/Getty Images

Raul Jiménez, mexíkóski framherji Wolverhampton Wanderers, er byrjaðu að æfa á nýjan leik eftir að hafa höfuðkúpubrotnað gegn Arsenal fyrr á leiktíðinni. Það er þó enn langt í að hann snúi aftur á knattspyrnuvöllinn.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Nuno Esperito Santo, þjálfara Wolves, fyrr í kvöld. Þjálfarinn sagði að félagið myndi ekki setja neina pressu á Jimenez að flýta sér til baka eftir jafn skelfileg meiðsli og um væri að ræða.

„Hann er byrjaður að æfa og endurhæfingin gengur vel. Hann er farinn að taka þátt í ákveðnum æfingum með liðinu og er að sýna framfarir. Við þurfum hins vegar að fara mjög varlega með hann og sýna honum mikla þolinmæði,“ sagði Nuno í kvöld.

Jiménez hefur verið aðalmarkaskorari Wolves síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2018. Liðinu gekk illa í fjarveru framherjans en hefur aðeins fundið taktinn eftir að liðið fékk Willian José á láni frá Real Sociedad í janúar.

Situr liðið sem stendur í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 30 stig að loknum 24 leikjum.


Tengdar fréttir

Jiménez höfuðkúpubrotnaði

Raúl Jiménez, framherji Wolves, höfuðkúpubrotnaði í sigrinum á Arsenal, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×