Enski boltinn

Hótaði að brenna húsið hans

Anton Ingi Leifsson skrifar
McClean í leik með Stoke í B-deildinni.
McClean í leik með Stoke í B-deildinni. Joe Prior/Visionhaus

James McClean, leikmaður Stoke í ensku B-deildinni, fékk ekki skemmtileg skilaboð á Instagram síðu sinni um helgina en McClean greindi frá þessu í dag.

Maður, að nafni Elliot Newman, sendi McClean skilaboð á Instagram þar sem hann hótaði því að brenna húsið hans og brenna alla sem væru þar inni.

McClean setti inn færslu á Instagram síðu sína á föstudag þar sem hann óskaði eftir meiri stuðningi samfélagsmiðla í alls kyns baráttu.

Málið snýst um málefni sem hefur verið McClean kært í mörg ár, sem snýst um Íra og andstöðu Íra.

Á síðasta ári neitaði hann meðal annars að bera rós í tilefni Remembrance Day og fékk mikinn skít fyrir.

McClean sagði að hann hafi neitað að bera merkið vegna skotárásana árið 1972 sem hafa verið nefnd Bloody Sunday.

Ensku deildarsamtökin sendu á fimmtudag skilaboð til samfélagsmiðlanna Facebook og Twitter þar sem þau óskuðu eftir að þau taki hótanir fastara taki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.