Erlent

Halda leitinni áfram

Sylvía Hall skrifar
Þyrlur pakistanska hersins voru notaðar við leit í gær og mun leitin halda áfram í dag.
Þyrlur pakistanska hersins voru notaðar við leit í gær og mun leitin halda áfram í dag. Facebook-síða Chhang Dawa

Áfram verður leitað að fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, þeim Ali Sadpra og JP Mohr, á meðan aðstæður leyfa í dag. Leitin hófst að nýju þegar tók að birta í morgun.

Áfram verður notast við þyrlur við leitina, en í gær voru þyrlur pakistanska hersins kallaðar út til að leita á svæðinu. Sú leit bar ekki árangur.

Þyrlurnar komast aðeins í sjö þúsund metra hæð, sem er töluvert neðar en fjórðu búðir fjallsins og flöskuhálsinn þar sem síðast sást til hópsins. Flöskuhálsinn er í um 8.211 metra hæð, fjögur hundruð metrum frá toppnum.

Svæðið fyrir ofan átta þúsund metra er jafnan kallað dauðasvæðið sökum súrefnisleysis.

Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í gærkvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi .


Tengdar fréttir

Samferðamaður Johns og Ali kominn í grunnbúðirnar

Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Sajid sneri við úr fjórðu búðum fjallsins eftir að súrefniskútur hans hætti að virka og fékk hann aðstoð við að komast niður í grunnbúðirnar nú í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.