Innlent

Utan­ríkis­ráð­herra Pakistan segir að allt verði gert til að bjarga John Snorra og sam­ferða­mönnum hans

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Makhdoom Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans, síðdegis í dag vegna leitarinnar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Makhdoom Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans, síðdegis í dag vegna leitarinnar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans. Vísir/EPA

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Makhdoom Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans, síðdegis í dag vegna leitarinnar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Qureshi upplýsti Guðlaug Þór um gang leitarinnar og tjáði honum að allt yrði gert til að bjarga mönnunum. Guðlaugur Þór þakkaði Qureshi fyrir framgöngu pakistanskra stjórnvalda og voru þeir einhuga um að reyna skyldi til þrautar að finna mennina,“ segir í tilkynningunni.

Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og ferðafélaga hans í hátt á annan sólarhring. Pakistanski herinn hefur tekið þátt í leitinni en aukinn kraftur verður settur í leit í fyrramálið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×