Erlent

Kannast ekki við að hafa fengið boð um að­stoð frá Ís­landi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi.
Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi. Vísir/Elín

Lögreglan á Austur-Jótlandi kannast ekki við að hafa fengið boð frá íslensku lögreglunni um aðstoð í tengslum við rannsóknina á morði Freyju Egilsdóttur Mogensen. Það sé þó ekki útilokað að óskað verði eftir aðstoð íslensku lögreglunnar á seinni stigum málsins.

Fréttablaðið greindi fyrst frá því fyrr í vikunni að alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hafi boðið dönsku lögreglunni aðstoð íslenskra lögregluyfirvalda við rannsókn málsins. Staðfesti Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra þetta í samtali við Fréttablaðið.

Svo virðist þó sem þetta tilboð hafi ekki ratað alla leið til þess lögregluembættis sem fer með rannsókn málsins í Danmörku. Fréttastofa spurðist fyrir um það hvort lögreglan á Austur-Jótlandi hafi þegið boð íslenskra lögregluyfirvalda um aðstoð.

Ekki útlokað að óskað verði eftr aðstoð síðar

„Við höfum ekki fengið boð um hjálp og við höfum heldur ekki óskað eftir hjálp frá íslensku lögreglunni. Það er ekki útilokað, að við munum þegar fram líða stundir leita til íslensku lögreglunnar um hjálp til að fá bakgrunnsupplýsingar um hina látnu,” segir í svari Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, við fyrrspurn fréttastofu.

51 árs karlmaður, fyrrverandi eiginmaður Freyju, var á miðvikudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið Freyju að bana. Hann er sagður hafa játað á sig verknaðinn er hann var leiddur fyrir dómara í vikunni. Íbúar í Malling, heimabæ Freyju, minnast hennar með hlýhug. 

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.