Veður

Suð­aust­lægar áttir ríkja enn um sinn

Atli Ísleifsson skrifar
Frost á landinu verður á bilinu null til tíu stig þar sem kaldast verður norðaustantil.
Frost á landinu verður á bilinu null til tíu stig þar sem kaldast verður norðaustantil. Vísir/Vilhelm

Suðaustlægar áttir ríkja á landinu enn um sinn með strekkingi eða allhvössu við suður- og vesturströndina og stöku él með hita kringum frostmark á þeim slóðum.

Annars staðar á landinu verða hægari vindar, bjart með köflum og víða talsvert frost. Heldur norðlægari vindar eftir helgi og kólnar smám saman.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Frost á landinu verður á bilinu núll til tíu stig þar sem kaldast verður norðaustantil, en í kringum frostmark sunnan- og vestanlands.

Spákortið fyrir klukkan 12.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag og sunnudag: Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Skýjað með köflum og dálítil él sunnan- og austanlands, en annars bjart með köflum. Frost yfirleitt 1 til 6 stig, en frostlaust syðst.

Á mánudag og þriðjudag: Austan- og norðaustanstrekkingur eða allhvass vindur, él á víð og dreif og kólnandi veður.

Á miðvikudag og fimmtudag: Líklega hægir vindar, skýjað með köflum og talsvert frost, en lítilsháttar snjókoma vestan til.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×