Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 11:43 Jacob Chansley, sem gengur einnig undir nafninu Jake Angeli og er kallaður Qanon seiðmaðurinn, á öngum þinhúss Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. Chansley, gengur einnig undir nafninu Jake Angeli, var einn þeirra sem braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar og þótti hann einkar áberandi. Sérstaklega vegna klæðaburðar hans og framkomu og var hann meðal þeirra fyrstu sem voru handteknir vegna árásarinnar. Sjá einnig: Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Skömmu eftir að hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa krafðist Chansley þess að hann fengi lífrænt ræktaðan mat sem innihéldi ekki ónáttúrleg efni. Því var hafnað. Lögmaður hans fór svo fram á það fyrir dómstólum og sagði að vegna trúar hans sem seiðmaður myndi það að borða mat sem er ekki lífrænt ræktaður og innihéldi áðurnefnd efni, valda honum líkamlegum skaða. Lögmaðurinn sagði einnig að Chansley hefði lést mjög í haldi og heilsa hans versnað, samkvæmt frétt Politico. Hann sagði sömuleiðis að Chansley hefði ekkert borðað frá 25. janúar. „Ég er tilbúinn til að biðja í gegnum sársaukann og gera mitt besta til að kvarta ekki,“ skrifaði Chansley sjálfur í kröfuna. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa neytt matar annars en andlegrar fæðu sinnar og það hafi kostað hann. Sem andlegur maður væri hann til búinn til að þjást fyrir trú sína og sannfæringu. Lögmaður fangelisyfirvalda í Washington DC sagði alfarið rangt að Chansley hefði ekkert borðað síðan 25. janúar. Chansley vill vera sleppt úr fangelsi og segja lögmenn hans að hann hafi ekki verið virkur þátttakandi í nokkurs konar uppreisn, eins og talið er mögulegt að þátttakendur í árásinni gætu verið ákærðir fyrir. Þá saka lögmenn hans Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að bera ábyrgð á árásinni með því að hvetja stuðningsmenn sína áfram á fjöldafundi við Hvíta húsið skömmu áður. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Sjá meira
Chansley, gengur einnig undir nafninu Jake Angeli, var einn þeirra sem braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar og þótti hann einkar áberandi. Sérstaklega vegna klæðaburðar hans og framkomu og var hann meðal þeirra fyrstu sem voru handteknir vegna árásarinnar. Sjá einnig: Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Skömmu eftir að hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa krafðist Chansley þess að hann fengi lífrænt ræktaðan mat sem innihéldi ekki ónáttúrleg efni. Því var hafnað. Lögmaður hans fór svo fram á það fyrir dómstólum og sagði að vegna trúar hans sem seiðmaður myndi það að borða mat sem er ekki lífrænt ræktaður og innihéldi áðurnefnd efni, valda honum líkamlegum skaða. Lögmaðurinn sagði einnig að Chansley hefði lést mjög í haldi og heilsa hans versnað, samkvæmt frétt Politico. Hann sagði sömuleiðis að Chansley hefði ekkert borðað frá 25. janúar. „Ég er tilbúinn til að biðja í gegnum sársaukann og gera mitt besta til að kvarta ekki,“ skrifaði Chansley sjálfur í kröfuna. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa neytt matar annars en andlegrar fæðu sinnar og það hafi kostað hann. Sem andlegur maður væri hann til búinn til að þjást fyrir trú sína og sannfæringu. Lögmaður fangelisyfirvalda í Washington DC sagði alfarið rangt að Chansley hefði ekkert borðað síðan 25. janúar. Chansley vill vera sleppt úr fangelsi og segja lögmenn hans að hann hafi ekki verið virkur þátttakandi í nokkurs konar uppreisn, eins og talið er mögulegt að þátttakendur í árásinni gætu verið ákærðir fyrir. Þá saka lögmenn hans Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að bera ábyrgð á árásinni með því að hvetja stuðningsmenn sína áfram á fjöldafundi við Hvíta húsið skömmu áður.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Sjá meira