Erlent

Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Freyju Egilsdóttur að bana hefur áður verið dæmdur fyrir morð.
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Freyju Egilsdóttur að bana hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Getty

Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 

Ekstra Bladet greinir frá þessu nú í kvöld en líkt og fram hefur komið játaði 51 árs gamall eiginmaður Freyju í dag að hafa orðið henni að bana. Þau höfðu þó nýverið slitið samvistum en saman áttu þau tvö ung börn.

Samkvæmt frétt Ekstra Bladet, sem kveðst hafa upplýsingar frá nokkrum heimildarmönnum, varð maðurinn tvítugri barnsmóður sinni að bana þann 23. nóvember 1995. Þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum á sínum tíma en hann mun hafa veitt konunni átján stungusár sem drógu hana til dauða.

Morðið árið 1995 átti sér stað í íbúð ungu konunnar í Kildegaardsparke í Odder, sem er nokkrum kílómetrum frá heimili Freyju Egilsdóttur í Malling þar sem hún fannst látin.

Samkvæmt frétt Ekstra Bladet fannst lík konunnar árið 1995 mjög illa leikið í stofunni á íbúð hennar þar sem ummerki voru um að átök hafi átt sér stað. Sama kvöld mun maðurinn hafa verið handtekinn á heimili föður síns í útjaðri Árósa.

Maðurinn mun hafa sagt við föður sinn að hann hafi „gert eitthvað hrikalegt“ og hafði faðir hans þá samband við lögregluna í Skanderborg. Maðurinn, sem þá var 26 ára, er sagður hafa farið með þá tveggja ára son sinn til dagmömmu eftir að hafa drepið móðurina og síðan haldið áfram til Árósa. Lögreglu grunar að morðvopnið hafi verið beittur eldhúshnífur.

Fyrir dómi sagðist maðurinn á sínum tíma ekki hafa viljað verða henni að bana, hann hafi veðrast upp í tengslum við foreldrafund vegna sonar hans. Hann var aftur á móti dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×