„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 19:00 Freyja Egilsdóttir var vinsæl og vinamörg í Malling og er mikil sorg í bænum. Vísir/aðsend Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. Eiginmaður Freyju Egilsdóttur játaði í dag á sig að hafa myrt hana þegar hann var leiddur fyrir dómara. Hann hefur verið úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald. Freyja var búsett að Veilgårdsparken í danska smábænum Malling þar sem hún fannst látin í nótt. Dönsk vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu að þar hefði hún búið í þó nokkur ár ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau höfðu slitið samvistum. Þau hefðu sjálf byggt húsið fyrir nokkrum árum. Lögregla fór að gruna eiginmanninn um að eiga hlut í hvarfi Freyju eftir að hafa rætt við hann þegar hann lýsti eftir henni í gær. Í framhaldinu fór í gang mikil leit að Freyju þar sem bæði voru notaðir drónar og þyrlur. Þá tóku fjölmargir bæjarbúar þátt í að leita að henni í gær. Lögregla fann Freyju svo í og við heimili sitt í nótt. Við heimili Freyju í kvöld. Danskir vinir Freyju sem fréttastofa heyrði í dag voru harmi slegnir. Vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu: „Freyja var með mér í mömmuklúbb og var vinsæl og átti marga vini í bænum. Við erum í áfalli yfir þessu, þetta er alveg hræðilegt.“ Annar vinur Freyju sagði að blóm og kerti hefði farið að streyma að heimili Freyju um leið og fregnir bárust að því að hún væri látin. Freyja skilur eftir sig 10 ára son og 5 ára dóttur, móður og systur. Danskur vinur minnist Freyju Egilsdóttur með eftirfarandi orðum á Facebook í dag. „Hvil i fred, kære ven. Jeg vil mindes dit kærlige væsen, din humor og din hjertevarme, og med tiden håber jeg, at det savn, det chok og den smerte, vi er mange, der sidder med lige nu, bliver mildnet, og kun de gode minder står skarpt tilbage“. Lögreglumál Danmörk Morð í Malling Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39 Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Eiginmaður Freyju Egilsdóttur játaði í dag á sig að hafa myrt hana þegar hann var leiddur fyrir dómara. Hann hefur verið úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald. Freyja var búsett að Veilgårdsparken í danska smábænum Malling þar sem hún fannst látin í nótt. Dönsk vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu að þar hefði hún búið í þó nokkur ár ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau höfðu slitið samvistum. Þau hefðu sjálf byggt húsið fyrir nokkrum árum. Lögregla fór að gruna eiginmanninn um að eiga hlut í hvarfi Freyju eftir að hafa rætt við hann þegar hann lýsti eftir henni í gær. Í framhaldinu fór í gang mikil leit að Freyju þar sem bæði voru notaðir drónar og þyrlur. Þá tóku fjölmargir bæjarbúar þátt í að leita að henni í gær. Lögregla fann Freyju svo í og við heimili sitt í nótt. Við heimili Freyju í kvöld. Danskir vinir Freyju sem fréttastofa heyrði í dag voru harmi slegnir. Vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu: „Freyja var með mér í mömmuklúbb og var vinsæl og átti marga vini í bænum. Við erum í áfalli yfir þessu, þetta er alveg hræðilegt.“ Annar vinur Freyju sagði að blóm og kerti hefði farið að streyma að heimili Freyju um leið og fregnir bárust að því að hún væri látin. Freyja skilur eftir sig 10 ára son og 5 ára dóttur, móður og systur. Danskur vinur minnist Freyju Egilsdóttur með eftirfarandi orðum á Facebook í dag. „Hvil i fred, kære ven. Jeg vil mindes dit kærlige væsen, din humor og din hjertevarme, og med tiden håber jeg, at det savn, det chok og den smerte, vi er mange, der sidder med lige nu, bliver mildnet, og kun de gode minder står skarpt tilbage“.
Lögreglumál Danmörk Morð í Malling Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39 Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41
Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39
Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48