Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2021 07:48 Ekkert hafði sést til Freyju síðan á fimmtudagkvöld. Getty Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. Ekstrabladet segir frá þessu og vísar í tilkynningu frá lögreglu. Lögregla lýsti í gær eftir hinni 43 ára Freyju Egilsdóttur sem búsett hefur verið í Malling, suður af Árósum, á Jótlandi. Búið er að upplýsa fjölskyldu Freyju um andlátið. DV segir frá því að Freyja hafi búið í Danmörku um árabil og stofnað til fjölskyldu þar í landi. Ekkert hafði sést til Freyju síðan á fimmtudagkvöld. Lögregla á Austur-Jótlandi segir frá því að líkamsleifar hafi svo fundist á og við heimili hennar í Veilgårdsparken í Malling. Den 43-årige kvinde, der blev efterlyst i går, er med stor sandsynlighed fundet dræbt på sin bopæl i Malling. Hendes 51-årige tidligere samlever er anholdt og sigtet for manddrab. Han bliver kl. 09.30 fremstillet i grundlovsforhør i Aarhus: https://t.co/S3bdYW1uXl #politidk pic.twitter.com/erzNPzLlhU— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) February 3, 2021 Í tilkynningu lögreglu segir að fyrrverandi sambýlismaður hennar hafi verið handtekinn í gærmorgun. Hann var svo færður fyrir dómara í Árósum nú í morgun þar sem farið verður fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Réttarmeinarannsókn fer fram í dag. Maðurinn hafði sjálfur tilkynnt lögreglu um hvarf konunnar á þriðjudagsmorguninn, en fljótt fór grunur lögreglu að beinast að manninum og var hann þá handtekinn. Tilkynnt um veikindi í smáskilaboðum Lögreglustjórinn Michael Kjeldgaard segist í samtali við Ritzau ekki geta upplýst um hvort maðurinn játi eða neiti sök í málinu. Hann getur sömuleiðis ekki upplýst um mögulegar ástæður morðsins. Sömuleiðis sé verið að rannsaka hvenær konan hafi verið ráðinn bani. Danskir fjölmiðlar greina frá því að konan hafi starfað á öldrunarheimili í bænum Odder. Smáskilaboð hafi borist til vinnuveitenda á laugardaginn þar sem hún tilkynnt var um veikindi. Þó sé óljóst hvort hún hafi raunverulega sent umrædd skilaboð. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Íslendingar erlendis Morð í Malling Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Ekstrabladet segir frá þessu og vísar í tilkynningu frá lögreglu. Lögregla lýsti í gær eftir hinni 43 ára Freyju Egilsdóttur sem búsett hefur verið í Malling, suður af Árósum, á Jótlandi. Búið er að upplýsa fjölskyldu Freyju um andlátið. DV segir frá því að Freyja hafi búið í Danmörku um árabil og stofnað til fjölskyldu þar í landi. Ekkert hafði sést til Freyju síðan á fimmtudagkvöld. Lögregla á Austur-Jótlandi segir frá því að líkamsleifar hafi svo fundist á og við heimili hennar í Veilgårdsparken í Malling. Den 43-årige kvinde, der blev efterlyst i går, er med stor sandsynlighed fundet dræbt på sin bopæl i Malling. Hendes 51-årige tidligere samlever er anholdt og sigtet for manddrab. Han bliver kl. 09.30 fremstillet i grundlovsforhør i Aarhus: https://t.co/S3bdYW1uXl #politidk pic.twitter.com/erzNPzLlhU— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) February 3, 2021 Í tilkynningu lögreglu segir að fyrrverandi sambýlismaður hennar hafi verið handtekinn í gærmorgun. Hann var svo færður fyrir dómara í Árósum nú í morgun þar sem farið verður fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Réttarmeinarannsókn fer fram í dag. Maðurinn hafði sjálfur tilkynnt lögreglu um hvarf konunnar á þriðjudagsmorguninn, en fljótt fór grunur lögreglu að beinast að manninum og var hann þá handtekinn. Tilkynnt um veikindi í smáskilaboðum Lögreglustjórinn Michael Kjeldgaard segist í samtali við Ritzau ekki geta upplýst um hvort maðurinn játi eða neiti sök í málinu. Hann getur sömuleiðis ekki upplýst um mögulegar ástæður morðsins. Sömuleiðis sé verið að rannsaka hvenær konan hafi verið ráðinn bani. Danskir fjölmiðlar greina frá því að konan hafi starfað á öldrunarheimili í bænum Odder. Smáskilaboð hafi borist til vinnuveitenda á laugardaginn þar sem hún tilkynnt var um veikindi. Þó sé óljóst hvort hún hafi raunverulega sent umrædd skilaboð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Íslendingar erlendis Morð í Malling Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira