Jóhann Berg hefur leikið með Burnley frá 2016 en félagið keypti hann frá Charlton Athletic. Hann hefur leikið rúmlega 120 leiki fyrir Burnley og skorað sjö mörk.
Vikan hefur verið ansi góð fyrir Jóhann Berg. Á miðvikudagsmorguninn eignaðist hann sitt annað barn og um kvöldið vann Burnley 3-2 sigur á Aston Villa.
Burnley hefur unnið þrjá leiki í röð í deild og bikar, meðal annars gegn Englandsmeisturum Liverpool.
Jóhann Berg og félagar eru í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig, níu stigum frá fallsæti.
Jóhann Berg hefur leikið átta leiki með Burnley í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir.