Sérfræðingar WHO þurfa samstarf yfirvalda í Wuhan Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 16:57 Sérfræðingar WHO yfirgefa hótelið þar sem þau hafa verið í sóttkví. AP/Ng Han Guan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem sendir voru til Kína til að rannsaka uppruna faraldurs nýju kórónuveirunnar og það hvernig hún barst fyrst í menn, hafa lokið tveggja vikna sóttkví þeirra. Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Sjá einnig: Sérfræðingar WHO geta hafið rannsókn sína í Wuhan Verkefnið hefur í raun einkennst af miklum töfum enda er meira en ár síðan veiran greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína, þar sem vísindamennirnir eru nú staddir. Samkvæmt áætlun munu þeir vera við störf í borginni í tvær vikur. Samkvæmt frétt Reuters munu vísindamennirnir heimsækja sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og rannsóknarstofur, auk þess að ræða við embættismenn. Þá stendur einnig til að heimsækja fiskmarkað þar sem upprunalega var talið að veiran hefði fyrst smitast í menn. Thea Fischer, danskur vísindamaður, sagði fréttaveitunni að sú heimsókn gæti varpað ljósi á hvort sú kenning gæti verið rétt. Hún sagði einnig að vísindamennirnir ættu nú að hafa aðgang að þeim staðsetningum og persónum sem þeir vildu en verkefnið gæti ekki heppnast án samstarfs yfirvalda í Kína. Yfirvöld í Kína hafa þó verið gagnrýnd harðlega fyrir að draga lappirnar í upphafi faraldursins og standa í vegi rannsókna á upphafi faraldursins og hvernig nýja kórónuveiran barst yfir í menn. Sjá einnig: Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Þar að auki hafa yfirvöld í Kína varið töluverðu púðri í að ýta undir kenningar um að veiran hafi ekki smitast fyrst í menn í Kína og hún hafi jafnvel verið þróuð í rannsóknarstofum í Bandaríkjunum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Ma sendi frá sér stutt myndband en sást síðast í október Kínverski auðjöfurinn Jack Ma ávarpaði hóp kennara í Kína í myndbandi sem birt var í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann sést opinberlega frá því í október. Við það hækkuðu hlutabréf í félagi hans, Alibaba, verulega. 20. janúar 2021 09:35 Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. 14. janúar 2021 23:34 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Sjá einnig: Sérfræðingar WHO geta hafið rannsókn sína í Wuhan Verkefnið hefur í raun einkennst af miklum töfum enda er meira en ár síðan veiran greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína, þar sem vísindamennirnir eru nú staddir. Samkvæmt áætlun munu þeir vera við störf í borginni í tvær vikur. Samkvæmt frétt Reuters munu vísindamennirnir heimsækja sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og rannsóknarstofur, auk þess að ræða við embættismenn. Þá stendur einnig til að heimsækja fiskmarkað þar sem upprunalega var talið að veiran hefði fyrst smitast í menn. Thea Fischer, danskur vísindamaður, sagði fréttaveitunni að sú heimsókn gæti varpað ljósi á hvort sú kenning gæti verið rétt. Hún sagði einnig að vísindamennirnir ættu nú að hafa aðgang að þeim staðsetningum og persónum sem þeir vildu en verkefnið gæti ekki heppnast án samstarfs yfirvalda í Kína. Yfirvöld í Kína hafa þó verið gagnrýnd harðlega fyrir að draga lappirnar í upphafi faraldursins og standa í vegi rannsókna á upphafi faraldursins og hvernig nýja kórónuveiran barst yfir í menn. Sjá einnig: Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Þar að auki hafa yfirvöld í Kína varið töluverðu púðri í að ýta undir kenningar um að veiran hafi ekki smitast fyrst í menn í Kína og hún hafi jafnvel verið þróuð í rannsóknarstofum í Bandaríkjunum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Ma sendi frá sér stutt myndband en sást síðast í október Kínverski auðjöfurinn Jack Ma ávarpaði hóp kennara í Kína í myndbandi sem birt var í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann sést opinberlega frá því í október. Við það hækkuðu hlutabréf í félagi hans, Alibaba, verulega. 20. janúar 2021 09:35 Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. 14. janúar 2021 23:34 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36
Ma sendi frá sér stutt myndband en sást síðast í október Kínverski auðjöfurinn Jack Ma ávarpaði hóp kennara í Kína í myndbandi sem birt var í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann sést opinberlega frá því í október. Við það hækkuðu hlutabréf í félagi hans, Alibaba, verulega. 20. janúar 2021 09:35
Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. 14. janúar 2021 23:34
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31