Enski boltinn

Liverpool spurðist fyrir um Sokratis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sokratis er farinn frá Lundúnarliðinu, til Grikklands.
Sokratis er farinn frá Lundúnarliðinu, til Grikklands. James Chance/Getty Images

David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greinir frá því að Liverpool hafi spurst fyrir um fyrrum varnarmann Arsenal, Sokratis, sem gekk í dag í raðir Olympiakos í Grikklandi.

Sokratis gekk í raðir Arsenal sumarið 2018 en hann kom til félaginu frá þýska liðinu Dortmund. Hann hefur þó ekki slegið í gegn og sér í lagi ekki eftir að Mikel Arteta tók við liðinu.

Sokratis var ekki valinn í hópinn hjá Arsenal á yfirstandandi leiktíð; hvorki í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hann hefur því leikið með varaliði Arsenal og var á endanum leystur undan samningi á dögunum.

David greindi frá því í dag, eftir að Sokratis, var kynntur hjá Olympiakos að Liverpool hafi spurst fyrir um miðvörðinn. Þeir hafi kannað það í síðustu viku en ekki hafi neitt meira gerst og því gekk hann í raðir Olympiakos.

Þeir, ensku meistararnir, hafa einbeitt sér að fara á markaðinn í sumar en ekki núna í janúarglugganum þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Sokratis lék undir stjórn Jurgen Klopp á árunum 2013 til 2015 hjá Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×