Enski boltinn

Tuchel líklegastur til að taka við Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomas Tuchel verður væntanlega kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea á allra næstu dögum.
Thomas Tuchel verður væntanlega kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea á allra næstu dögum. getty/Maja Hitij

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Thomas Tuchel sé líklegastur til að taka við Chelsea af Frank Lampard sem verður sagt upp störfum hjá félaginu í dag.

Tuchel var látinn fara frá Paris Saint-Germain á aðfangadag. Hann gerði liðið tvisvar sinnum að Frakklandsmeisturum, einu sinni að bikarmeisturum og kom því í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrra.

Þar áður var Tuchel stjóri Borussia Dortmund en hann tók við liðinu af Jürgen Klopp. Undir stjórn Tuchels varð Dortmund bikarmeistari 2017. Hann hefur einnig stýrt Mainz.

Chelsea hefur gengið illa að undanförnu og tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í 9. sæti hennar.

Í gær vann Chelsea 3-1 sigur á Luton Town í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×