Handteknir vegna hótana í garð Mette Frederiksen Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 15:43 Kveikt var í brúðu sem á var búið að festa mynd af Mette Frederiksen forsætisráðherra og hótanir gegn henni í Kaupmannahöfn í gær. EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tvo einstaklinga vegna hótana í garð Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa kveikt í brúðu, sem á var búið að festa mynd af andliti forsætisráðherrans auk skilaboða um líflátshótun. Ekki er útilokað að fleiri verði handteknir vegna málsins að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í dag. Hópur sem kalla sig „Men in Black“ eða „Svartklædda andspyrnan“ kom saman í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi þar sem hörðum sóttvarnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og bólusetningum vegna covid-19 var mótmælt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn kemur saman til mótmæla og áður hefur lögregla þurft að skerast í leikinn þegar komið hefur til óeirða. Hópurinn hefur gengið hart fram í mótmælum sínum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Á dúkkunni sem kveikt var í var skilti sem á stóð „hún verður og á að vera drepin.“ Hinir handteknu eru karlmenn, annar 30 ára og hinn 34 ára, og hafa þeir verið kærðir fyrir margvíslega aðild sína að málinu. Fyrst og fremst eru þeir kærðir fyrir brot á 113. grein hegningarlaga um hótanir gegn ríkinu sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Til vara eru þeir kærðir fyrir brot á 115. grein sem fjallar um móðgun gegn konungstign. Loks eru þeir kærðir fyrir brot á 266. gein sem varðar hótanir að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið. Uppfært klukkan 16:27 Lögreglan hefur handtekið einn mann til viðbótar vegna málsins en sá er 32 ára gamall. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hann sæti sambærilegri kæru og hinir tveir. Vi har anholdt to personer i en sag om trusler mod statsministeren. De fremstilles i grundlovsforhør i dag, og vi udelukker ikke flere anholdelser #politidk #anklager https://t.co/6ZhvF9K7oF— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) January 24, 2021 Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Hópur sem kalla sig „Men in Black“ eða „Svartklædda andspyrnan“ kom saman í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi þar sem hörðum sóttvarnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og bólusetningum vegna covid-19 var mótmælt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn kemur saman til mótmæla og áður hefur lögregla þurft að skerast í leikinn þegar komið hefur til óeirða. Hópurinn hefur gengið hart fram í mótmælum sínum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Á dúkkunni sem kveikt var í var skilti sem á stóð „hún verður og á að vera drepin.“ Hinir handteknu eru karlmenn, annar 30 ára og hinn 34 ára, og hafa þeir verið kærðir fyrir margvíslega aðild sína að málinu. Fyrst og fremst eru þeir kærðir fyrir brot á 113. grein hegningarlaga um hótanir gegn ríkinu sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Til vara eru þeir kærðir fyrir brot á 115. grein sem fjallar um móðgun gegn konungstign. Loks eru þeir kærðir fyrir brot á 266. gein sem varðar hótanir að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið. Uppfært klukkan 16:27 Lögreglan hefur handtekið einn mann til viðbótar vegna málsins en sá er 32 ára gamall. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hann sæti sambærilegri kæru og hinir tveir. Vi har anholdt to personer i en sag om trusler mod statsministeren. De fremstilles i grundlovsforhør i dag, og vi udelukker ikke flere anholdelser #politidk #anklager https://t.co/6ZhvF9K7oF— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) January 24, 2021
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira