Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 16:46 Frá sjúkrahúsi í Wuhan í janúar í fyrra. AP/Xiong Qi Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. Í skýrslunni, sem fjölmiðlar fengu aðgang að í gær, segja höfundar hennar að í Kína, þar sem veiran greindist fyrst, hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr og jafnframt haft þær umfangsmeiri. Það sama ætti við um önnur ríki þar sem veiran greindist tiltölulega snemma. Ráðið veltir meðal annars upp þeirri spurningu hvort WHO hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrr en gert var. Neyðarnefnd WHO var ekki kölluð saman fyrr en 22. janúar í fyrra og lýsti hún ekki yfir neyðarástandi fyrr en viku seinna. WHO notaði ekki orðið faraldur fyrr en þann 11. mars. Þar að auki hafi sérfræðingar WHO deilt sín á milli um það hve smitandi veiran væri. Sagt að hún væri ekki jafn smitandi og flensa og að fólk án einkenna dreifði henni sjaldan. Hvorugt er rétt. Nú um ári seinna hafa rúmlega tvær milljónir dáið vegna veirunnar og nærri því hundrað milljónir smitast, svo vitað sé. Sérfræðingar telja afar líklegt að fleiri hafi bæði smitast og dáið en opinber gögn segja til um. Ráðið var leitt af Ellen Johnson Sirleaf, fyrrverandi forseta Líberíu, og Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands. Á blaðamannafundi í dag sagði Sirleaf að fjárskortur hefði einnig komið niður á störfum WHO og að það væri aðildarríkjanna að ákveða hvort gera ætti breytingar á stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hafi verið gripið hratt til afgerandi aðgerða. Til að mynda hafi borginni Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst, verið svo gott sem lokað innan við þremur vikum eftir að faraldurinn hófst. Ráðamenn í Kína hafa þó verið sakaðir um að draga fæturna í viðbrögðum við faraldrinum. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Rannsókn fréttaveitunnar leiddi þar að auki í ljós í sumar að á sama tíma og starfsmenn WHO hrósuðu Kína opinberlega, gagnrýndu þeir ráðamenn þar fyrir að deila ekki mikilvægum upplýsingum með stofnuninni. Þá hefur gengið mjög erfiðlega að fá leyfi fyrir sérfræðinga WHO til að fara til Kína og rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún smitaðist í menn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Í skýrslunni, sem fjölmiðlar fengu aðgang að í gær, segja höfundar hennar að í Kína, þar sem veiran greindist fyrst, hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr og jafnframt haft þær umfangsmeiri. Það sama ætti við um önnur ríki þar sem veiran greindist tiltölulega snemma. Ráðið veltir meðal annars upp þeirri spurningu hvort WHO hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrr en gert var. Neyðarnefnd WHO var ekki kölluð saman fyrr en 22. janúar í fyrra og lýsti hún ekki yfir neyðarástandi fyrr en viku seinna. WHO notaði ekki orðið faraldur fyrr en þann 11. mars. Þar að auki hafi sérfræðingar WHO deilt sín á milli um það hve smitandi veiran væri. Sagt að hún væri ekki jafn smitandi og flensa og að fólk án einkenna dreifði henni sjaldan. Hvorugt er rétt. Nú um ári seinna hafa rúmlega tvær milljónir dáið vegna veirunnar og nærri því hundrað milljónir smitast, svo vitað sé. Sérfræðingar telja afar líklegt að fleiri hafi bæði smitast og dáið en opinber gögn segja til um. Ráðið var leitt af Ellen Johnson Sirleaf, fyrrverandi forseta Líberíu, og Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands. Á blaðamannafundi í dag sagði Sirleaf að fjárskortur hefði einnig komið niður á störfum WHO og að það væri aðildarríkjanna að ákveða hvort gera ætti breytingar á stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hafi verið gripið hratt til afgerandi aðgerða. Til að mynda hafi borginni Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst, verið svo gott sem lokað innan við þremur vikum eftir að faraldurinn hófst. Ráðamenn í Kína hafa þó verið sakaðir um að draga fæturna í viðbrögðum við faraldrinum. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Rannsókn fréttaveitunnar leiddi þar að auki í ljós í sumar að á sama tíma og starfsmenn WHO hrósuðu Kína opinberlega, gagnrýndu þeir ráðamenn þar fyrir að deila ekki mikilvægum upplýsingum með stofnuninni. Þá hefur gengið mjög erfiðlega að fá leyfi fyrir sérfræðinga WHO til að fara til Kína og rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún smitaðist í menn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19
Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02
Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26
WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48