Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Sylvía Hall skrifar 18. janúar 2021 21:02 Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Vísir/EPA Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. Á árlegum stjórnarfundi stofnunarinnar sagði Ghebreyesus það vera óréttlátt að horfa upp á heilbrigt fólk fá bólusetningu á meðan meirihluti heimsbyggðarinnar hefði ekki aðgengi að bóluefni. Heimsbyggðin væri á barmi siðferðilegs stórslyss ef ekki yrði bætt úr. Aðeins 25 skömmtum hefur verið dreift í fátækustu ríkjum heims á sama tíma og 39 milljónum hefur verið dreift í ríkari löndum. Allir þeir 25 skammtar sem um ræðir fóru til Gíneu til jafn margra einstaklinga, þar á meðal forsetans, og voru þeir bólusettir með rússneska bóluefninu Sputnik. Faraldurinn verði lengri fyrir vikið Bandaríkin, Bretland, Indland, Kína og Rússland hafa nú þegar þróað bóluefni og hafa einnig önnur bóluefnið verið þróuð í alþjóðlegu samstarfi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa næstum allar þjóðir sem hafa ráðist í bóluefnaþróun sett sína íbúa fremst í forgangsröðunina. Ghebreyesus sagði þennan ójöfnuð „kosta líf og lífsviðurværi fólks í fátækustu löndum heimsins“ og leiða til þess að bóluefnaverð myndi hækka á sama tíma og ríkustu þjóðirnar myndu birgja sig upp af bóluefni. „Á endanum mun þetta aðeins framlengja faraldurinn og þær hömlur sem þurfa til að halda honum í skefjum, sem og þjáningar fólks og efnahagslífsins.“ Hann kallar eftir því að þjóðir heimsins sýni fulla samstöðu með verkefni Covax um að koma bóluefnum til fátækustu þjóðanna. „Mín áskorun til aðildarríkjanna er að tryggja að á alþjóðlegum degi heilbrigðismála þann 7. apríl verði bóluefni við kórónuveirunni komin í dreifingu í öllum löndum,“ sagði Ghebreyesus. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Á árlegum stjórnarfundi stofnunarinnar sagði Ghebreyesus það vera óréttlátt að horfa upp á heilbrigt fólk fá bólusetningu á meðan meirihluti heimsbyggðarinnar hefði ekki aðgengi að bóluefni. Heimsbyggðin væri á barmi siðferðilegs stórslyss ef ekki yrði bætt úr. Aðeins 25 skömmtum hefur verið dreift í fátækustu ríkjum heims á sama tíma og 39 milljónum hefur verið dreift í ríkari löndum. Allir þeir 25 skammtar sem um ræðir fóru til Gíneu til jafn margra einstaklinga, þar á meðal forsetans, og voru þeir bólusettir með rússneska bóluefninu Sputnik. Faraldurinn verði lengri fyrir vikið Bandaríkin, Bretland, Indland, Kína og Rússland hafa nú þegar þróað bóluefni og hafa einnig önnur bóluefnið verið þróuð í alþjóðlegu samstarfi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa næstum allar þjóðir sem hafa ráðist í bóluefnaþróun sett sína íbúa fremst í forgangsröðunina. Ghebreyesus sagði þennan ójöfnuð „kosta líf og lífsviðurværi fólks í fátækustu löndum heimsins“ og leiða til þess að bóluefnaverð myndi hækka á sama tíma og ríkustu þjóðirnar myndu birgja sig upp af bóluefni. „Á endanum mun þetta aðeins framlengja faraldurinn og þær hömlur sem þurfa til að halda honum í skefjum, sem og þjáningar fólks og efnahagslífsins.“ Hann kallar eftir því að þjóðir heimsins sýni fulla samstöðu með verkefni Covax um að koma bóluefnum til fátækustu þjóðanna. „Mín áskorun til aðildarríkjanna er að tryggja að á alþjóðlegum degi heilbrigðismála þann 7. apríl verði bóluefni við kórónuveirunni komin í dreifingu í öllum löndum,“ sagði Ghebreyesus.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira